Innlent

Miðbaugsmaddaman áfram í farbanni

Catalinu Mikue Ncoco
Catalinu Mikue Ncoco

Hæstiréttur Íslands staðfesti áframhaldandi farbann til 8. ágúst yfir Catalinu Mikue Ncoco sem er grunuð um aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli auk þess að hafa milligöngu um vændi og fá greitt fyrir.

Catalina starfrækti vændishús á Hverfisgötunni, við hlið lögreglustöðvarinnar. Hún var handtekinn í febrúar eftir að hún snér frá Amsterdam en þangað hafði hún farið með kærasta sínum. Hann var síðan handtekinn þegar hann reyndi að smygla 12 kílóum af kókíni til landsins.


Tengdar fréttir

Miðbaugs-maddaman er laus úr gæsluvarðhaldi

Catalina Mikue Ncogo, stundum hefur verið kölluð Miðbaugs-maddaman, er laus úr gæsluvarðhaldi. Catalina var grunuð um aðild að nokkuð umfangsmiklu smygli á fíkniefnum hingað til lands og sat í gæsluvarðhaldi þar til í gær vegna þess. Lögreglan fór ekki fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en hún mun sæta farbanni til 10 júní.

Miðbaugsmaddaman aftur í gæsluvarðhald

Catalina Mikue Ncoco sem komst í fréttirnar fyrr á þessu ári vegna vændishúsa sem hún hélt úti á höfuðborgarsvæðinu hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 12.maí vegna gruns um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Karl Steinar Valsson hjá fíkniefnadeild lögreglunnar vill ekki staðfesta að Catalina eigi í hlut en útilokar ekki að konan tengist belgískum burðardýrum sem handtekin hafa verið við komuna hingað til lands undanfarið.

Catalina aftur í gæsluvarðhald

Lögreglumál Catalina Mikue Ncogo, sem komst í fréttir vegna meints mansals fyrr á árinu, hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 12. maí. Hún er grunuð um aðild að nokkuð umfangsmiklu smygli á fíkniefnum hingað til lands.

Catalina hefur tólf vændiskonur á sínum snærum

Catalina Ncoco, konan sem haldið hefur úti vændishúsum í Reykjavík undanfarin misseri, segist hafa tólf vændiskonur á sínum snærum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Í viðtali við Vikuna segist hún fara reglulega til Brasilíu til að finna konur til að stunda vændi hér á landi.

Catalina enn í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur hefur vísað frá máli Catalinu Mikue Ncogo, sem kærði gæsluvarðhaldúrskurð yfir henni. Catalina er grunuð um aðild að fíkniefnamáli og að hafa haft tekjur af vændi ungra kvenna, sem hún hafi flutt mansali hingað til lands. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði konuna í gæsluvarðhald til 27. febrúar. Málinu var vísað frá dómi og því stendur gæsluvarðhaldið.

Miðbaugsmaddaman laus úr gæsluvarðhaldi

Catalina Mikue Ncogo, sem er grunuðu um mansal og að hafa átt þátt í stórfelldum innflutningi til Holland var látinn úr gæsluvarðhaldi í dag en þar hafði hún setið í viku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×