Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, trúir því hreinlega ekki að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hafi samþykkt styrk frá FL Group upp á 30 milljónir rétt undir lok árs 2006.
„Þetta stríðir gegn öllum þeim reglum sem Kjartan setti á meðan hann var framkvæmdastjóri," segir Bolli sem hefur verið í Fjármálaráði flokksins undanfarin tuttugu ár.
Hann segir að allra hæstu styrkir sem hann hafi heyrt um hafi verið þrjár milljónir og menn hafi ekki fengið að gefa meira þótt þeir vildu.
„Þessi tala, þrjátíu milljónir, er með ólíkindum og ég hef aldrei heyrt annað eins á mínum tuttugu ára ferli í ráðinu," segir Bolli.