Ákært fyrir vændi og mansal í fyrsta skipti 8. október 2009 06:00 Vændi á hverfisgötu Catalinu er meðal annars gefið að sök að hafa gert út nokkrar vændiskonur úr þessu húsi við Hverfisgötu – steinsnar frá lögreglustöðinni.Fréttablaðið/gva Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi. Ákæran á hendur Catalinu, sem er 31 árs, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness dag. Finnur Bergmannsson, 43 ára, er ákærður fyrir hlutdeild í brotunum. Ákæran á hendur Catalinu er í tveimur liðum. Í þeim fyrri er hún sökuð um mansal, hótanir og ólögmæta nauðung. Þar er hún sögð hafa blekkt 26 ára konu frá Miðbaugs-Gíneu til landsins í júní í fyrra undir því yfirskyni að hún kæmi hingað í frí. Hún hafi síðan hýst hana á tveimur stöðum í Hafnarfirði þar sem hún neyddi hana til að stunda vændi með því að hóta henni lífláti og líkamsmeiðingum. Hún hafi jafnframt svipt fórnarlamb sitt fatnaði og skilríkjum til að hafa á henni tangarhald. Í öðrum lið ákærunnar er hún sökuð um að hafa haft viðurværi sitt af vændi konunnar, tveggja annarra nafngreindra kvenna, sem báðar eru ættaðar frá Miðbaugs-Gíneu, „og fleiri ónafngreindra kvenna“, eins og það er orðað í ákæru. Vændisstarfsemi þessi er sögð hafa átt sér stað árin 2008 til 2009. Segir í ákærunni að Catalina hafi haft milligöngu um að fjöldi manna hefði samræði eða önnur kynferðismök við konurnar. Þeir þurftu að greiða 20 til 25 þúsund krónur fyrir. Hún leigði íbúðarhúsnæði á fjórum stöðum í höfuðborginni undir starfsemina, tvær íbúðir í Hafnarfirði og tvær í Reykjavík. Þriðji liður ákærunnar snýr að þætti Finns Bergmannssonar. Finnur er ákærður fyrir að uppfæra auglýsingar um vændið á vefsíðum og taka myndir af konunum gegn greiðslum frá Catalinu. Finnur rekur hugbúnaðarþjónustu og selur bókhaldsforrit. Konurnar þrjár sem stigið hafa fram í málinu og eru nafngreindar í ákæru fara allar fram á 800 þúsund krónur í miskabætur frá Catalinu.stigur@frettabladid.is Mál Catalinu Ncogo Vændi Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi. Ákæran á hendur Catalinu, sem er 31 árs, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness dag. Finnur Bergmannsson, 43 ára, er ákærður fyrir hlutdeild í brotunum. Ákæran á hendur Catalinu er í tveimur liðum. Í þeim fyrri er hún sökuð um mansal, hótanir og ólögmæta nauðung. Þar er hún sögð hafa blekkt 26 ára konu frá Miðbaugs-Gíneu til landsins í júní í fyrra undir því yfirskyni að hún kæmi hingað í frí. Hún hafi síðan hýst hana á tveimur stöðum í Hafnarfirði þar sem hún neyddi hana til að stunda vændi með því að hóta henni lífláti og líkamsmeiðingum. Hún hafi jafnframt svipt fórnarlamb sitt fatnaði og skilríkjum til að hafa á henni tangarhald. Í öðrum lið ákærunnar er hún sökuð um að hafa haft viðurværi sitt af vændi konunnar, tveggja annarra nafngreindra kvenna, sem báðar eru ættaðar frá Miðbaugs-Gíneu, „og fleiri ónafngreindra kvenna“, eins og það er orðað í ákæru. Vændisstarfsemi þessi er sögð hafa átt sér stað árin 2008 til 2009. Segir í ákærunni að Catalina hafi haft milligöngu um að fjöldi manna hefði samræði eða önnur kynferðismök við konurnar. Þeir þurftu að greiða 20 til 25 þúsund krónur fyrir. Hún leigði íbúðarhúsnæði á fjórum stöðum í höfuðborginni undir starfsemina, tvær íbúðir í Hafnarfirði og tvær í Reykjavík. Þriðji liður ákærunnar snýr að þætti Finns Bergmannssonar. Finnur er ákærður fyrir að uppfæra auglýsingar um vændið á vefsíðum og taka myndir af konunum gegn greiðslum frá Catalinu. Finnur rekur hugbúnaðarþjónustu og selur bókhaldsforrit. Konurnar þrjár sem stigið hafa fram í málinu og eru nafngreindar í ákæru fara allar fram á 800 þúsund krónur í miskabætur frá Catalinu.stigur@frettabladid.is
Mál Catalinu Ncogo Vændi Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira