Fagurkerar bíða skipbrot eftir góðærið 23. febrúar 2009 04:30 Sorglegt Arnar Gauti og Nadia Banine segja það vera sorglegt að sjá á eftir Habitat og Saltfélaginu. „Maður er eiginlega bara skelfingu lostin, ekkert annað. Þetta er mjög slæmt fyrir fólk í mínum bransa,“ segir Jóhanna Kristín Ólafsdóttir, innanhússarkitekt hjá AVH. Í fréttum Sjónvarpsins á fimmtudagskvöld var greint frá því að lífsstíls- og hönnunarbúðinni Saltfélaginu hefði verið lokað og að til stæði að loka Habitat sem löngum hefur verið þekkt fyrir smekklegar innanhússvörur. „Ég myndi nú kannski ekki segja að góðærinu væri formlega lokið. En vissulega á þetta eftir að gera fagurkeranum erfitt fyrir að nálgast flottar hönnunarvörur,“ segir Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjóri GK og fyrrum stjórnandi lífsstílsþáttarins Innlit/útlit. Hann viðurkennir hins vegar að þetta hafi kannski verið komið út í svolítið rugl, sér í lagi verðið. Í sama streng tekur fyrrum samstarfskona hans, Nadia Banine. „Það er alltaf sorglegt þegar maður hefur úr minna að velja. Saltfélagið hefur verið svolítið sér á báti með sínar vörur en það að verið sé að loka Habitat er skelfilegt. Þar var hægt að nálgast mjög smekklegar vörur á viðráðanlegu verði,“ segir Nadia. „Vonandi verður þetta hins vegar til þess að fólk líti sér nær og versli jafnvel frekar íslenska hönnun.“ Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, hefur starfrækt sína verslun í yfir þrjátíu ár. Og ekki er að sjá að það sé neitt fararsnið á honum þrátt fyrir erfitt árferði. Eyjólfur segist hóflega bjartsýnn á framhaldið. „Við höfum nánast aldrei greitt út arð í þessu fyrirtæki, höfum eytt öllum okkar peningum í fyrirtækið og hönnunina. Auðvitað er það sorglegt ef það fækkar aðilum í þessum bransa, maður getur bara ekkert annað sagt.“- fgg Hús og heimili Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Heitustu trendin í haust Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Maður er eiginlega bara skelfingu lostin, ekkert annað. Þetta er mjög slæmt fyrir fólk í mínum bransa,“ segir Jóhanna Kristín Ólafsdóttir, innanhússarkitekt hjá AVH. Í fréttum Sjónvarpsins á fimmtudagskvöld var greint frá því að lífsstíls- og hönnunarbúðinni Saltfélaginu hefði verið lokað og að til stæði að loka Habitat sem löngum hefur verið þekkt fyrir smekklegar innanhússvörur. „Ég myndi nú kannski ekki segja að góðærinu væri formlega lokið. En vissulega á þetta eftir að gera fagurkeranum erfitt fyrir að nálgast flottar hönnunarvörur,“ segir Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjóri GK og fyrrum stjórnandi lífsstílsþáttarins Innlit/útlit. Hann viðurkennir hins vegar að þetta hafi kannski verið komið út í svolítið rugl, sér í lagi verðið. Í sama streng tekur fyrrum samstarfskona hans, Nadia Banine. „Það er alltaf sorglegt þegar maður hefur úr minna að velja. Saltfélagið hefur verið svolítið sér á báti með sínar vörur en það að verið sé að loka Habitat er skelfilegt. Þar var hægt að nálgast mjög smekklegar vörur á viðráðanlegu verði,“ segir Nadia. „Vonandi verður þetta hins vegar til þess að fólk líti sér nær og versli jafnvel frekar íslenska hönnun.“ Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, hefur starfrækt sína verslun í yfir þrjátíu ár. Og ekki er að sjá að það sé neitt fararsnið á honum þrátt fyrir erfitt árferði. Eyjólfur segist hóflega bjartsýnn á framhaldið. „Við höfum nánast aldrei greitt út arð í þessu fyrirtæki, höfum eytt öllum okkar peningum í fyrirtækið og hönnunina. Auðvitað er það sorglegt ef það fækkar aðilum í þessum bransa, maður getur bara ekkert annað sagt.“- fgg
Hús og heimili Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Heitustu trendin í haust Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira