Innlent

Bjarni: Við erum ekki frjálshyggjuflokkur

Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins í gær.
Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins í gær. Mynd/Pjétur
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki frjálshyggjuflokkur, að mati Bjarni Benediktssonar nýkjörins formanns flokksins. „Við erum hægriflokkur. Hægriflokkur vill ekki stjórna með boðum með bönnum. Hann vill treysta á atvinnulífið og vill halda skattheimtu í lágmarki. Við erum hinsvegar enginn frjálshyggjuflokkur," sagði Bjarni sem var gestur Íslands í dag fyrr í kvöld.

Bjarni sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hafi undanfarin ár stóraukið fé til velferðarkerfisins. „Við höfum verið að verja miklum hluta af almannafé til samgagna. Við erum ekki með vegatolla," sagði Bjarni og bætti við að skólagjöld væru ekki á dagskrá hjá flokknum.

„Við höfum ekki verið stífur frjálshyggjuflokkur. Það er rangt sem haldið er fram í umræðunni. Við erum ekki að fara að verða meiri frjálshyggjuflokkur þó að það sé ungt fólk að koma til forystu. Við erum einfaldlega gamli góði Sjálfstæðisflokkurinn."

Að auki sagði Bjarni að Sjálfstæðisflokkurinn leggi áherslu á að styrkja grundvöld skattheimtunnar. Með öðrum orðum styðja við þá sem séu að skila einhverjum tekjum til ríkisins. Bjarni sagði að það væri forgangsatriði að koma súrefni til atvinnulífsins. Mikilvægt væri að afnema gjaldeyrishöft til að koma á eðlilegu flæði fjármagns.

Þá sagði Bjarni að bankakerfið væri í rauninni ekki starfhæft. Eftir ætti að stofna nýju bankana formlega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×