Innlent

Varðhaldsúrskurður Catalinu stendur

Catalinu Ncogo.
Catalinu Ncogo. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem Miðbaugsmaddömunni Catalinu Ncogo er gert að sitja í gæsluvarðhaldi til 22. desember.

Catalina er grunuð um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi. Hún var handtekin í byrjun mánaðarins ásamt konu um tvítugt og voru þær úrskurðaðar í gæsluvarðhald. Tveimur dögum fyrr var Catalina dæmd í fangelsi fyrir hórmang og fíkniefnasmygl.

Rannsóknin hefur staðið yfir undanfarnar vikur en í tengslum við hana lokaði lögreglan fyrir vændisstarfsemi í húsi í miðborginni. Yngri konunni var sleppt úr haldi í síðustu viku.

Að minnsta kosti þrjár aðrar konur koma við sögu í málinu en þær eru taldar hafa lagt stund á vændi. Umræddar konur eru allar á fertugsaldri og af erlendu bergi brotnar. Mál einnar þeirrar er jafnframt rannsakað sem mansalsmál en konurnar þrjár hafa verið færðar til skýrslutöku hjá lögreglu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×