Liverpool steinlá á heimavelli - stórsigur Börsunga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. apríl 2009 17:42 Branislav Ivanovic fagnar fyrra marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Chelsea og Barcelona unnu afar góða sigra í fjórðunsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og eru komin langleiðina í undanúrslitin. Það var beðið eftir leik Liverpool og Chelsea með mikilli eftirvæntingu og fengu heimamenn draumabyrjun er Fernando Torres kom þeim yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. En Chelsea óx ásmegin eftir því sem á leið og lét markið ekki slá sig út af laginu. Það bar árangur á 39. mínútu er varnarmaðurinn Branislav Ivanovic skoraði með skalla eftir horn. Hann endurtók þann leik svo á 62. mínútu og Didier Drogba innsiglaði svo 3-1 sigur fimm mínútum síðar. Barcelona vann 4-0 sigur á Bayern München þar sem heimamenn léku á als oddi í fyrri hálfleik en öll mörk leiksins komu þá. Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu í leiknum. Liverpool - Chelsea 1-31-0 Fernando Torres (6.) 1-1 Branislav Ivanovic (39.) 1-2 Branislav Ivanovic (62.) 1-3 Didier Drogba (67.) Steven Gerrard og Fernando Torres voru báðir í byrjunarliði Liverpoool og hið sama má segja um Didier Drogba hjá Chelsea. Nicolas Anelka var hins vegar á bekknum en kom inn á sem varamaður seint í leiknum. Óhætt er að segja að Liverpool hafi fengið draumabyrjun í leiknum í kvöld. Strax skapaðist hætta við mark Chelsea í fyrstu sókn og leikurinn var ekki nema fimm mínútna gamall þegar fyrsta markið kom. Dirk Kuyt náði þá boltanum rétt utan vítateigs, gaf boltann á Alvaro Arbeloa sem renndi knettinum í miðjan vítateiginn. Þar var Torres mættur, einn og óvaldaður, og átti ekki í miklum vandræðum með að skora. Aðeins mínútu síðar fékk svo Didier Drogba kjörið færi til að jafna metin fyrir Chelsea. Hann komst einn gegn Pepe Reina, markverði Liverpool, en skaut beint á hann. En leikmenn Chelsea gáfust ekki upp og héldu áfram að sækja stíft. Gestirnir fengu nokkur hálffæri en á 29. mínútu fékk Drogba annað gullið tækifæri til að jafna leikinn. Hann fékk sendinguna í miðjum teig og var í góðri skotstöðu en þrumaði knettinum hátt yfir. Stuttu áður hafði Torres stolið boltanum af Frank Lampard og átt ágætt skot að marki sem fór þó yfir. Sóknarþungi Chelsea bar svo loksins árangur undir lok fyrri hálfleiks. Chelsea fékk þá horn og náði Branislav Ivanovic að rífa sig lausan og skora með laglegum skalla af stuttu færi. Í næstu sókn fékk svo Dirk Kuyt gott færi til að koma Liverpool strax aftur yfir en hann skaut yfir mark gestanna. Staðan því 1-1 í hálfleik. Byrjun síðari hálfleiksins gaf fjörinu í þeim fyrri ekkert eftir. Liverpool byrjaði betur en Chelsea fékk svo gott tækifæri til að komast yfir eftir laglegan samleik Frank Lampard og Didier Drogba. Sá síðarnefndi náði svo að koma boltanum framhjá Pepe Reina markverði en Jamie Carragher var þá mættur á réttan stað og bjargaði á línu. Aðeins fáeinum mínútum síðar var Fernando Torres kominn í góða skotstöðu hinum megin á vellinum en skaut þá yfir markið. Á 62. mínútu dró svo til tíðinda. Aftur fékk Chelsea hornspyrnu og var hún nokkuð ódýr í þetta skiptið. En aftur brást varnarleikur Liverpool og aftur var Branislav Ivanovic einn á auðum sjó. Hann skallaði knöttinn í netið og kom sínum mönnum því í 2-1. Skömmu áður hafði þó John Terry, fyrirliði Chelsea, fengið að líta gula spjaldið og verður hann því í leikbanni í síðari leik liðanna. Fimm mínútum eftir síðara mark Ivanovic komst Chelsea aftur í góða sókn. Michael Ballack átti sendingu upp vinstri kantinn á Florent Malouda. Hann gerði mjög vel og gaf boltann strax fyrir markið þar sem Drogba var mættur og skoraði af stuttu færi. Eftir þetta róaðist leikurinn nokkuð niður þó svo að nokkur hálffæri hafi litið dagsins ljós. Chelsea er því í gríðarlega sterkri stöðu fyrir síðari leikinn í næstu viku sem fer fram á heimavelli liðsins. Byrjunarlið Liverpool: Reina, Arbeloa, Aurelio, Carragher, Skrtel, Xabi Alonso, Lucas, Kuyt, Riera, Gerrard, Torres.Varamenn: Cavalieri, Dossena, Hyypia, Agger, Benayoun, Babel, N'Gog.Byrjunarlið Chelsea: Cech, Ivanovic, A Cole, Terry, Alex, Essien, Lampard, Ballack, Kalou, Malouda, Drogba.Varamenn: Hilario, Carvalho, Obi Mikel, Deco, Belletti, Anelka, Mancienne. Barcelona - Bayern München 4-01-0 Lionel Messi (9.) 2-0 Samuel Eto'o (12.) 3-0 Lionel Messi (38.) 4-0 Thierry Henry (43.) Eiður Smári Guðjohnsen var á meðal varamanna Barcelona þar sem þeir Messi, Henry og Eto'o voru í fremstu víglínu. Lukas Podolski var á bekknum hjá Bayern eins og svo oft áður. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og þurftu varnarmenn Bayern að beita nauðvörn þegar að Thierry Henry náði ágætu skoti að marki. Stuttu síðar fékk Barcelona aðra sókn sem endaði með því að Lionel Messi fékk boltann utarlega í vítateignum eftir að boltinn var búinn að ganga á milli leikmanna Barcelona án þess að varnarmenn Bayern fengu nokkru við ráðið. Messi tók eina létta snertingu á boltann og skilaði honum svo í fjærhornið. Einkar snyrtilegt mark. Það var Samuel Eto'o sem átti sendinguna á Messi og aðeins þremur mínútum síðar snerust hlutverkin við. Messi lék á einn varnarmann Bayern og átti glæsilega sendingu á Eto'o sem kom boltanum framhjá Hans-Jörg Butt í marki Bayern. Stuttu síðar varð allt brjálað á vellinum og það var Howard Webb, dómara leiksins, að þakka. Það var greinilega brotið á Lionel Messi í vítateig Bayern en Webb mat það sem svo að um leikaraskap hafi verið að ræða. Webb naut reyndar ekki góðs af því að skoða atvikið í hægri endursýningu í sjónvarpi en þar kom bersýnilega í ljós að brotið var á Messi. Pep Guardiola mótmælti dómi Webb full kröftuglega og var sendur upp í stúku fyrir vikið. Hann verður því líklega í banni í síðari leik liðanna í næstu viku. Um miðbik hálfleiksins fékk svo Henry annað frábært færi en hitti ekki markið í þetta sinn er hann var sloppinn í gegnum vörn Bayern. Hann lenti svo í samstuði við Butt markvörð og þurfti að hlúa að þeim báðum í nokkrar mínútur. Barcelona hélt áfram að sækja eftir þetta og skoraði þriðja markið undir lok hálfleiksins. Henry var með boltann á vinstri kantinum og gaf fyrir nánast inn í markteig. Þar var Messi mættur með þrjá varnarmenn í sér og Butt markvörð fyrir framan sig en náði samt að koma knettinum í netið. Jürgen Klinsmann gat lítið annað gert en að klóra sér í hausnum. En þar með var Barcelona ekki búið að segja sitt síðasta í fyrri hálfleik. Messi var einu sinni sem oftar með boltann á hægri kantinum, kom boltanum á Eto'o. Hann lagði hann fyrir Henry sem skoraði örugglega. Barcelona átti svo tækifæri til að komast í 5-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Andrés Iniesta náði ekki að koma almennilegu skoti að marki þó hann stæði beint fyrir framan það. Börsungar héldu áfram að sækja í síðari hálfleik. Snemma átti Messi gott skot að marki eftir sendingu Gerard Pique en skot hans var varið af Butt í slána á marki gestanna. En það var sama hvað þeir reyndu - ekki tókst þeim að koma fimmta markinu inn. Lionel Messi fékk gott tækifæri til að skora sitt þriðja mark í leiknum í uppbótartíma en varamaðurinn Seydou Keita varð fyrir skotinu sem annars hefði ratað í markið. Byrjunarlið Barcelona: Victor Valdes, Dani Alves, Puyol, Marquez, Pique, Toure, Xavi, Iniesta, Messi, Henry, Eto'o.Varamenn: Pinto, Caceres, Eiður Smári, Krkic, Keita, Sylvinho, Busquets.Byrjunarlið Bayern: Butt, Breno, Ze Roberto, Demichelis, Altintop, Van Bommel, Oddo, Lell, Schweinsteiger, Ribery, Toni.Varamenn: Rensing, Podolski, Ottl, Sosa, Lahm, Borowski, Badstuber. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sjá meira
Chelsea og Barcelona unnu afar góða sigra í fjórðunsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og eru komin langleiðina í undanúrslitin. Það var beðið eftir leik Liverpool og Chelsea með mikilli eftirvæntingu og fengu heimamenn draumabyrjun er Fernando Torres kom þeim yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. En Chelsea óx ásmegin eftir því sem á leið og lét markið ekki slá sig út af laginu. Það bar árangur á 39. mínútu er varnarmaðurinn Branislav Ivanovic skoraði með skalla eftir horn. Hann endurtók þann leik svo á 62. mínútu og Didier Drogba innsiglaði svo 3-1 sigur fimm mínútum síðar. Barcelona vann 4-0 sigur á Bayern München þar sem heimamenn léku á als oddi í fyrri hálfleik en öll mörk leiksins komu þá. Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu í leiknum. Liverpool - Chelsea 1-31-0 Fernando Torres (6.) 1-1 Branislav Ivanovic (39.) 1-2 Branislav Ivanovic (62.) 1-3 Didier Drogba (67.) Steven Gerrard og Fernando Torres voru báðir í byrjunarliði Liverpoool og hið sama má segja um Didier Drogba hjá Chelsea. Nicolas Anelka var hins vegar á bekknum en kom inn á sem varamaður seint í leiknum. Óhætt er að segja að Liverpool hafi fengið draumabyrjun í leiknum í kvöld. Strax skapaðist hætta við mark Chelsea í fyrstu sókn og leikurinn var ekki nema fimm mínútna gamall þegar fyrsta markið kom. Dirk Kuyt náði þá boltanum rétt utan vítateigs, gaf boltann á Alvaro Arbeloa sem renndi knettinum í miðjan vítateiginn. Þar var Torres mættur, einn og óvaldaður, og átti ekki í miklum vandræðum með að skora. Aðeins mínútu síðar fékk svo Didier Drogba kjörið færi til að jafna metin fyrir Chelsea. Hann komst einn gegn Pepe Reina, markverði Liverpool, en skaut beint á hann. En leikmenn Chelsea gáfust ekki upp og héldu áfram að sækja stíft. Gestirnir fengu nokkur hálffæri en á 29. mínútu fékk Drogba annað gullið tækifæri til að jafna leikinn. Hann fékk sendinguna í miðjum teig og var í góðri skotstöðu en þrumaði knettinum hátt yfir. Stuttu áður hafði Torres stolið boltanum af Frank Lampard og átt ágætt skot að marki sem fór þó yfir. Sóknarþungi Chelsea bar svo loksins árangur undir lok fyrri hálfleiks. Chelsea fékk þá horn og náði Branislav Ivanovic að rífa sig lausan og skora með laglegum skalla af stuttu færi. Í næstu sókn fékk svo Dirk Kuyt gott færi til að koma Liverpool strax aftur yfir en hann skaut yfir mark gestanna. Staðan því 1-1 í hálfleik. Byrjun síðari hálfleiksins gaf fjörinu í þeim fyrri ekkert eftir. Liverpool byrjaði betur en Chelsea fékk svo gott tækifæri til að komast yfir eftir laglegan samleik Frank Lampard og Didier Drogba. Sá síðarnefndi náði svo að koma boltanum framhjá Pepe Reina markverði en Jamie Carragher var þá mættur á réttan stað og bjargaði á línu. Aðeins fáeinum mínútum síðar var Fernando Torres kominn í góða skotstöðu hinum megin á vellinum en skaut þá yfir markið. Á 62. mínútu dró svo til tíðinda. Aftur fékk Chelsea hornspyrnu og var hún nokkuð ódýr í þetta skiptið. En aftur brást varnarleikur Liverpool og aftur var Branislav Ivanovic einn á auðum sjó. Hann skallaði knöttinn í netið og kom sínum mönnum því í 2-1. Skömmu áður hafði þó John Terry, fyrirliði Chelsea, fengið að líta gula spjaldið og verður hann því í leikbanni í síðari leik liðanna. Fimm mínútum eftir síðara mark Ivanovic komst Chelsea aftur í góða sókn. Michael Ballack átti sendingu upp vinstri kantinn á Florent Malouda. Hann gerði mjög vel og gaf boltann strax fyrir markið þar sem Drogba var mættur og skoraði af stuttu færi. Eftir þetta róaðist leikurinn nokkuð niður þó svo að nokkur hálffæri hafi litið dagsins ljós. Chelsea er því í gríðarlega sterkri stöðu fyrir síðari leikinn í næstu viku sem fer fram á heimavelli liðsins. Byrjunarlið Liverpool: Reina, Arbeloa, Aurelio, Carragher, Skrtel, Xabi Alonso, Lucas, Kuyt, Riera, Gerrard, Torres.Varamenn: Cavalieri, Dossena, Hyypia, Agger, Benayoun, Babel, N'Gog.Byrjunarlið Chelsea: Cech, Ivanovic, A Cole, Terry, Alex, Essien, Lampard, Ballack, Kalou, Malouda, Drogba.Varamenn: Hilario, Carvalho, Obi Mikel, Deco, Belletti, Anelka, Mancienne. Barcelona - Bayern München 4-01-0 Lionel Messi (9.) 2-0 Samuel Eto'o (12.) 3-0 Lionel Messi (38.) 4-0 Thierry Henry (43.) Eiður Smári Guðjohnsen var á meðal varamanna Barcelona þar sem þeir Messi, Henry og Eto'o voru í fremstu víglínu. Lukas Podolski var á bekknum hjá Bayern eins og svo oft áður. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og þurftu varnarmenn Bayern að beita nauðvörn þegar að Thierry Henry náði ágætu skoti að marki. Stuttu síðar fékk Barcelona aðra sókn sem endaði með því að Lionel Messi fékk boltann utarlega í vítateignum eftir að boltinn var búinn að ganga á milli leikmanna Barcelona án þess að varnarmenn Bayern fengu nokkru við ráðið. Messi tók eina létta snertingu á boltann og skilaði honum svo í fjærhornið. Einkar snyrtilegt mark. Það var Samuel Eto'o sem átti sendinguna á Messi og aðeins þremur mínútum síðar snerust hlutverkin við. Messi lék á einn varnarmann Bayern og átti glæsilega sendingu á Eto'o sem kom boltanum framhjá Hans-Jörg Butt í marki Bayern. Stuttu síðar varð allt brjálað á vellinum og það var Howard Webb, dómara leiksins, að þakka. Það var greinilega brotið á Lionel Messi í vítateig Bayern en Webb mat það sem svo að um leikaraskap hafi verið að ræða. Webb naut reyndar ekki góðs af því að skoða atvikið í hægri endursýningu í sjónvarpi en þar kom bersýnilega í ljós að brotið var á Messi. Pep Guardiola mótmælti dómi Webb full kröftuglega og var sendur upp í stúku fyrir vikið. Hann verður því líklega í banni í síðari leik liðanna í næstu viku. Um miðbik hálfleiksins fékk svo Henry annað frábært færi en hitti ekki markið í þetta sinn er hann var sloppinn í gegnum vörn Bayern. Hann lenti svo í samstuði við Butt markvörð og þurfti að hlúa að þeim báðum í nokkrar mínútur. Barcelona hélt áfram að sækja eftir þetta og skoraði þriðja markið undir lok hálfleiksins. Henry var með boltann á vinstri kantinum og gaf fyrir nánast inn í markteig. Þar var Messi mættur með þrjá varnarmenn í sér og Butt markvörð fyrir framan sig en náði samt að koma knettinum í netið. Jürgen Klinsmann gat lítið annað gert en að klóra sér í hausnum. En þar með var Barcelona ekki búið að segja sitt síðasta í fyrri hálfleik. Messi var einu sinni sem oftar með boltann á hægri kantinum, kom boltanum á Eto'o. Hann lagði hann fyrir Henry sem skoraði örugglega. Barcelona átti svo tækifæri til að komast í 5-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Andrés Iniesta náði ekki að koma almennilegu skoti að marki þó hann stæði beint fyrir framan það. Börsungar héldu áfram að sækja í síðari hálfleik. Snemma átti Messi gott skot að marki eftir sendingu Gerard Pique en skot hans var varið af Butt í slána á marki gestanna. En það var sama hvað þeir reyndu - ekki tókst þeim að koma fimmta markinu inn. Lionel Messi fékk gott tækifæri til að skora sitt þriðja mark í leiknum í uppbótartíma en varamaðurinn Seydou Keita varð fyrir skotinu sem annars hefði ratað í markið. Byrjunarlið Barcelona: Victor Valdes, Dani Alves, Puyol, Marquez, Pique, Toure, Xavi, Iniesta, Messi, Henry, Eto'o.Varamenn: Pinto, Caceres, Eiður Smári, Krkic, Keita, Sylvinho, Busquets.Byrjunarlið Bayern: Butt, Breno, Ze Roberto, Demichelis, Altintop, Van Bommel, Oddo, Lell, Schweinsteiger, Ribery, Toni.Varamenn: Rensing, Podolski, Ottl, Sosa, Lahm, Borowski, Badstuber.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sjá meira