Eiður tippar á Chelsea og United 9. mars 2009 17:17 Eiður Smári Guðjohnsen Nordic Photos/Getty Images Eiður Smári Guðjohnsen hefur trú á að ensku liðin Chelsea og Manchester United muni komast áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í vikunni. Landsliðsmaðurinn sat fyrir svörum í viðtali á knattspyrnuvefnum goal.com í dag og þar var hann m.a. spurður út í möguleika Barcelona og fyrrum félaga sinna í Chelsea í keppninni. Barcelona þykir líklegasta liðið til að verða Evrópumeistari í vor að mati nokkurra veðbanka, en liðið á síðari leikinn við frönsku meistarana í Lyon á heimavelli í vikunni eftir 1-1 jafntefli í Frakklandi. "Við höfum ekki náð þeim úrslitum sem við hefðum viljað á undanförnum vikum en það breytir því ekki hvernig við nálgumst leiki okkar. Ég tek ekki mark á því hvaða lið eru talin sigurstranglegust því mér finnst ekkert eitt lið eiga skilið að vera kallað það," sagði Eiður. Hann hefur trú á að Barcelona geti slegið Lyon út úr keppninni þrátt fyrir að liðið hafi ekki átt sinn besta leik í fyrri viðureigninni. "Ég hugsa að Lyon muni nálgast síðari leikinn svipað og þann fyrri. Þeir voru fastir fyrir í vörninni og pressuðu á miðjunni," sagði Eiður. Chelsea seigara undir Hiddink Hann var líka spurður út í stjóraskiptin hjá Chelsea og möguleika fyrrum félaga sinna og Manchester United í Meistaradeildinni. "Ekkert kemur mér á óvart í fótboltanum lengur," sagði Eiður þegar hann var spurður út í brottrekstur Luiz Felipe Scolari. "Ég hef hinsvegar séð að Chelsea er seigara síðan Hiddink tók við. Þeir eru að vinna leiki og eru skipulagðir, en ég get ekki svarað því hvort Scolari fékk nógu mikinn tíma með liðið," sagði Eiður. "Ég hugsa að Chelsea muni hafa betur gegn Juventus af því liðið er með eins marks forystu. Ég kann vel við Claudio Ranieri (þjálfara Juventus) en ég sé ekki að Juventus hafi það sem til þarf til að vinna Chelsea," sagði Eiður, sem telur möguleika Manchester United líka góða. Heimavöllurinn vegur þungt "Það er erfitt að segja hvort Manchester United geti farið alla leið því það veltur mikið á því hvernig menn höndla leikjafjöldann og hvort þeir haldast heilir. Inter mun gera þeim erfitt fyrir en þeir gerðu vel í að ná jafntefli á Ítalíu og heimavöllurinn ætti því að skila United áfram í keppninni," sagði Eiður Smári. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hefur trú á að ensku liðin Chelsea og Manchester United muni komast áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í vikunni. Landsliðsmaðurinn sat fyrir svörum í viðtali á knattspyrnuvefnum goal.com í dag og þar var hann m.a. spurður út í möguleika Barcelona og fyrrum félaga sinna í Chelsea í keppninni. Barcelona þykir líklegasta liðið til að verða Evrópumeistari í vor að mati nokkurra veðbanka, en liðið á síðari leikinn við frönsku meistarana í Lyon á heimavelli í vikunni eftir 1-1 jafntefli í Frakklandi. "Við höfum ekki náð þeim úrslitum sem við hefðum viljað á undanförnum vikum en það breytir því ekki hvernig við nálgumst leiki okkar. Ég tek ekki mark á því hvaða lið eru talin sigurstranglegust því mér finnst ekkert eitt lið eiga skilið að vera kallað það," sagði Eiður. Hann hefur trú á að Barcelona geti slegið Lyon út úr keppninni þrátt fyrir að liðið hafi ekki átt sinn besta leik í fyrri viðureigninni. "Ég hugsa að Lyon muni nálgast síðari leikinn svipað og þann fyrri. Þeir voru fastir fyrir í vörninni og pressuðu á miðjunni," sagði Eiður. Chelsea seigara undir Hiddink Hann var líka spurður út í stjóraskiptin hjá Chelsea og möguleika fyrrum félaga sinna og Manchester United í Meistaradeildinni. "Ekkert kemur mér á óvart í fótboltanum lengur," sagði Eiður þegar hann var spurður út í brottrekstur Luiz Felipe Scolari. "Ég hef hinsvegar séð að Chelsea er seigara síðan Hiddink tók við. Þeir eru að vinna leiki og eru skipulagðir, en ég get ekki svarað því hvort Scolari fékk nógu mikinn tíma með liðið," sagði Eiður. "Ég hugsa að Chelsea muni hafa betur gegn Juventus af því liðið er með eins marks forystu. Ég kann vel við Claudio Ranieri (þjálfara Juventus) en ég sé ekki að Juventus hafi það sem til þarf til að vinna Chelsea," sagði Eiður, sem telur möguleika Manchester United líka góða. Heimavöllurinn vegur þungt "Það er erfitt að segja hvort Manchester United geti farið alla leið því það veltur mikið á því hvernig menn höndla leikjafjöldann og hvort þeir haldast heilir. Inter mun gera þeim erfitt fyrir en þeir gerðu vel í að ná jafntefli á Ítalíu og heimavöllurinn ætti því að skila United áfram í keppninni," sagði Eiður Smári.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira