Erlent

Kim Jong Il við hestaheilsu

Óli Tynes skrifar
Kim Jong Il
Kim Jong Il

Svo virðist sem Kim Jong Il leiðtogi Norður-Kóreu sé ekki dauður. Allavega kom hann í opinbera heimsókn til Kína í dag. Leiðtoginn hefur ekki sést opinberlega í marga mánuði og orðrómur var á kreiki um að hann væri allur eða að minnsta kosti alvarlega veikur.

Líklega borðar Kim vel í Kínaheimsókninni því hann hefur afþakkað frekari matvælaaðstoð frá Bandaríkjunum. Níu milljónir manna eða þriðjungur þjóðar hans sveltur heilu hungri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×