Innlent

KSÍ rukkað fyrir kampavín og klám

Geir Þorsteinsson Formaður KSÍ segir greiðslukortamál fjármálastjóra sambandsins vera einsdæmi.
Fréttablaðið/Arnþór
Geir Þorsteinsson Formaður KSÍ segir greiðslukortamál fjármálastjóra sambandsins vera einsdæmi. Fréttablaðið/Arnþór

Óljóst er hvort fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands framvísaði korti sambandsins á nektarstað í Sviss eða hvort það var tekið ófrjálsri hendi.

Svissneski vefmiðilinn 20minutenonline.ch segir frá því að starfsmaður KSÍ og sambandið sjálft hafi verið rukkað fyrir jafnvirði átta milljóna króna eftir næturheimsókn starfsmannsins á strípibúllu í Zürich. Af þessu hafi spunnist dómsmál.

Samkvæmt yfirlýsingu KSÍ átti heimsóknin sér stað fyrir fimm árum.

„Það er ljóst að okkar ágæti starfsmaður sýndi dómgreindarleysi með því að vera þarna með kortið en hann var náttúrlega ekki að versla fyrir kortið heldur var það bara straujað," segir Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, sem neitar því að önnur sambærileg atvik hafi komið upp með greiðslukort KSÍ.

Geir segir að innan KSÍ hafi verið ákveðið að fjármálastjórinn héldi áfram enda hefði hann unnið flekklaust starf. Hann er enn hjá sambandinu. „En hann bar ábyrgð á þessu korti og hann varð náttúrlega að líða fyrir það og það var tekin ákvörðun 2005 um að hann greiddi reikninginn til kreditkortafyrirtækisins."

Aðspurður kveðst Geir alls ekki vera viss um að fjármálastjórinn hafi yfirhöfuð ætlað að nota kort KSÍ á nektarstaðnum. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, vill ekkert um það segja hvort fjármálastjórinn hafi í raun ætlað að nota kortið. „Aðalgallinn er sá að kortin voru misnotuð af mönnum sem hafa sumir þegar verið dæmdir í fangelsi og aðrir viðurkennt brot sín með því að endurgreiða hluta af þessum fjármunum til hans." - garAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.