Innlent

Framsókn íhugar að opinbera bókhald

Framsókn íhugar að opna bókhaldið.
Framsókn íhugar að opna bókhaldið.

„Það er verið að fara yfir þessi mál," segir framkvæmdarstjóri Framsóknaflokksins, Sigfús Ingi Sigfússon, spurður hvort flokkurinn hyggist opna bókhald flokksins aftur í tímann líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað að hann muni gera.

Engin ákvörðun hefur verið tekin um málið, heldur er framkvæmdarstjórinn að reyna að koma fólki saman til þess að ræða þessi mál innan Framsóknaflokksins. Það geti þó reynst flókið þessa miklu ferðahelgi og því bjóst hann frekar við því að niðurstaða fengist í málið eftir helgi.

Ekki náðist í Sigrúnu Jónsdóttur, framkvæmdarstjóra Samfylkingarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×