Innlent

Vistun Papeyjarfanga gæti kostað samfélagið 350 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dæmt var í Papeyjarmálinu í gær. Mynd/ GVA.
Dæmt var í Papeyjarmálinu í gær. Mynd/ GVA.

Það gæti kostað alls 352 milljónir að vista mennina sem voru dæmdir í Papeyjarmálinu í gær í fangelsi næstu árin. Samkvæmt upplýsingum frá Páli Winkel fangelsismálastjóra kostar vistun fanga 24 þúsund krónur á sólarhring.

„Ef þú tekur það sem lagt er til fangelsismála á ári og deilir því á fjölda fanganna og þá er allt innifalið húsið, öryggisgæslan, matur, sálfræðiþjónusta og fleira þá er það í kringum 24 þúsund krónur sólarhringurinn," segir Páll í samtali við Vísi.

Papeyjarfangarnir sex voru dæmdir í samtals 40 ára fangelsi fyrir smygl á 109 kílóum af kannabisefnum og amfetamíni auk alsælutaflna. Mennirnir smygluðu efnunum til landsins með skútunni Sirtaki í aprílmánuði.

365*24 = 8,8 milljónir króna

8,8*40 = 352 milljónir króna

Heildarkostnaðurinn við vistun fanganna er því um 352 milljónir króna. Rétt er að geta þess að það er afar sjaldgæft að dæmdir brotamenn sitji af sér allan þann dóm sem þeir hljóta.

Þá er líka rétt að geta þess að í þessum tölum er ekki tekinn með kostnaður við rannsókn málsins og meðferð þess fyrir dómi sem hleypur á tugum milljóna króna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×