Erlent

Mannlaus skúta eftir sjórán

Óli Tynes skrifar
Sómalskir sjóræningjar þeysast um á litlum en hraðskreiðum bátum. Þeir eru vopnaðir eldflaugum og hríðskotabyssum.
Sómalskir sjóræningjar þeysast um á litlum en hraðskreiðum bátum. Þeir eru vopnaðir eldflaugum og hríðskotabyssum.

Búið er að finna seglskútu breskra hjóna sem sómalskir sjóræningjar rændu fyrr í vikunni. Skútan var mannlaus.

Sjóræningjarnir, sem eru í ágætu fjarskiptasamskiptum við umheiminn, segja að þeir hafi flutt hjónin yfir í fragtskip sem þeir höfðu áður rænt.

Það gerðu þeir af ótta við að breski flotinn myndi beita valdi til þess að losa hjónin úr prísundinni ef þau væru í seglskútinni. Þeir höfðu áður hótað því að brenna bein þeirra ef á þá yrði ráðist.

Sómalskir sjóræningjar krefjast alltaf lausnargjalds fyrir ránsfeng sinn. Þeir fara yfirleitt vel með gísla sína og skila þeim ómeiddum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×