Pólitísk flétta stjórnarandstöðunnar 30. desember 2009 11:43 Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, er varaformaður fjárlaganefndar. „Ég lít á þetta sem pólitíska fléttu að hálfu stjórnarandstæðinga sem hafa greinilega góða tengingu inn í þessa lögfræðistofu og eru að reyna að róta upp í málinu og helst fella og knésetja ríkisstjórnina," segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, um bréf bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya sem barst í gær. Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálfellefu hefur ítrekað verið frestað. Óvissa er um framhald Icesave málsins vegna bréfsins sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Björn Valur segir að formenn flokkanna sitji nú á fundi og ræði skipulag þinghaldsins í dag. Á meðan bíði fjárlaganefnd átektar. Björn Valur vísar því á bug að upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum og segir ekkert nýtt koma fram í bréfinu. „Lögfræðistofan er nýbúin að skila 86 blaðsíðna áliti til Alþingis og það er nú í meira lagi furðulegt að þeir skuli senda okkur tölvupóst núna og segja að það gæti hugsanlega verið eitthvað fleira sem Alþingi hafi hugsanlega áhuga á að skoða. Ég ætla að vona að hún hafi birt álitsgerðina á þeim gögnum sem hún hafði undir höndum.“ Björn Valur fullyrðir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi verið í sambandi við íslenskan fulltrúa lögmannsstofunnar hér á landi. Fram hafi komið í gögnum stofunnar að sá maður sé Gunnlaugur Erlendsson. „Hann var lögmaður Novators í London sem var í eigu Björgólfsfeðga sem áttu Landsbankann og gerðu út Icesave reikninganna. Það er ekki mjög traustvekjandi.“ Við þetta má bæta að Gunnlaugur höfðaði í fyrrahaust mál gegn Novator í Bretlandi og sagðist eiga tvær milljónir evra auk vaxta inni hjá Novator vegna aðkomu sinnar að nokkrum stórum samningum félagsins. Gunnlaugur var látinn fara frá Novator, en hann er sagður hafa séð um samninga fyrir félagið þegar ákveðið var að taka þátt í framleiðslu á myndinni The Perfect Holiday. Novator fór illa út úr því ævintýri eins og flestir sem að þeirri mynd komu og Vísir hefur áður fjallað um. Tengdar fréttir Formenn funda um Icesave Formenn flokkanna munu funda um stöðuna í Icesave málinu klukkan tíu. Fundur fjárlaganefndar sem hófst klukkan rúmlega átta stendur enn yfir. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að staðan sem sé komin upp sé afar alvarleg. 30. desember 2009 09:40 Þriðju Icesave-umræðu frestað á miðnætti Þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið var frestað rétt fyrir miðnætti og var fjárlaganefnd boðuð á fund klukkan hálfeitt í nótt. Þá voru níu þingmenn enn á mælendaskrá. 30. desember 2009 07:05 Þingfundi frestað til hálftvö Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálfellefu hefur ítrekað verið frestað, nú síðast til klukkan hálftvö. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofu sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu hafa bæði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, vísað á bug. 30. desember 2009 11:01 Þingfundi frestað Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálf ellefu var frestað um hálftíma. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu vísa stjórnarliðar á bug. 30. desember 2009 10:29 Svavar neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar Svavar Gestsson, sem fór fyrir samninganefndinni í Icesave málinu svokallaða neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar í morgun samkvæmt heimildum fréttastofu. Guðbjartur Hannesson formaður nefndarinnar kallaði hann á fund í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. 30. desember 2009 10:23 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
„Ég lít á þetta sem pólitíska fléttu að hálfu stjórnarandstæðinga sem hafa greinilega góða tengingu inn í þessa lögfræðistofu og eru að reyna að róta upp í málinu og helst fella og knésetja ríkisstjórnina," segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, um bréf bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya sem barst í gær. Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálfellefu hefur ítrekað verið frestað. Óvissa er um framhald Icesave málsins vegna bréfsins sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Björn Valur segir að formenn flokkanna sitji nú á fundi og ræði skipulag þinghaldsins í dag. Á meðan bíði fjárlaganefnd átektar. Björn Valur vísar því á bug að upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum og segir ekkert nýtt koma fram í bréfinu. „Lögfræðistofan er nýbúin að skila 86 blaðsíðna áliti til Alþingis og það er nú í meira lagi furðulegt að þeir skuli senda okkur tölvupóst núna og segja að það gæti hugsanlega verið eitthvað fleira sem Alþingi hafi hugsanlega áhuga á að skoða. Ég ætla að vona að hún hafi birt álitsgerðina á þeim gögnum sem hún hafði undir höndum.“ Björn Valur fullyrðir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi verið í sambandi við íslenskan fulltrúa lögmannsstofunnar hér á landi. Fram hafi komið í gögnum stofunnar að sá maður sé Gunnlaugur Erlendsson. „Hann var lögmaður Novators í London sem var í eigu Björgólfsfeðga sem áttu Landsbankann og gerðu út Icesave reikninganna. Það er ekki mjög traustvekjandi.“ Við þetta má bæta að Gunnlaugur höfðaði í fyrrahaust mál gegn Novator í Bretlandi og sagðist eiga tvær milljónir evra auk vaxta inni hjá Novator vegna aðkomu sinnar að nokkrum stórum samningum félagsins. Gunnlaugur var látinn fara frá Novator, en hann er sagður hafa séð um samninga fyrir félagið þegar ákveðið var að taka þátt í framleiðslu á myndinni The Perfect Holiday. Novator fór illa út úr því ævintýri eins og flestir sem að þeirri mynd komu og Vísir hefur áður fjallað um.
Tengdar fréttir Formenn funda um Icesave Formenn flokkanna munu funda um stöðuna í Icesave málinu klukkan tíu. Fundur fjárlaganefndar sem hófst klukkan rúmlega átta stendur enn yfir. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að staðan sem sé komin upp sé afar alvarleg. 30. desember 2009 09:40 Þriðju Icesave-umræðu frestað á miðnætti Þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið var frestað rétt fyrir miðnætti og var fjárlaganefnd boðuð á fund klukkan hálfeitt í nótt. Þá voru níu þingmenn enn á mælendaskrá. 30. desember 2009 07:05 Þingfundi frestað til hálftvö Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálfellefu hefur ítrekað verið frestað, nú síðast til klukkan hálftvö. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofu sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu hafa bæði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, vísað á bug. 30. desember 2009 11:01 Þingfundi frestað Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálf ellefu var frestað um hálftíma. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu vísa stjórnarliðar á bug. 30. desember 2009 10:29 Svavar neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar Svavar Gestsson, sem fór fyrir samninganefndinni í Icesave málinu svokallaða neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar í morgun samkvæmt heimildum fréttastofu. Guðbjartur Hannesson formaður nefndarinnar kallaði hann á fund í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. 30. desember 2009 10:23 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Formenn funda um Icesave Formenn flokkanna munu funda um stöðuna í Icesave málinu klukkan tíu. Fundur fjárlaganefndar sem hófst klukkan rúmlega átta stendur enn yfir. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að staðan sem sé komin upp sé afar alvarleg. 30. desember 2009 09:40
Þriðju Icesave-umræðu frestað á miðnætti Þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið var frestað rétt fyrir miðnætti og var fjárlaganefnd boðuð á fund klukkan hálfeitt í nótt. Þá voru níu þingmenn enn á mælendaskrá. 30. desember 2009 07:05
Þingfundi frestað til hálftvö Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálfellefu hefur ítrekað verið frestað, nú síðast til klukkan hálftvö. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofu sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu hafa bæði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, vísað á bug. 30. desember 2009 11:01
Þingfundi frestað Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálf ellefu var frestað um hálftíma. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu vísa stjórnarliðar á bug. 30. desember 2009 10:29
Svavar neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar Svavar Gestsson, sem fór fyrir samninganefndinni í Icesave málinu svokallaða neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar í morgun samkvæmt heimildum fréttastofu. Guðbjartur Hannesson formaður nefndarinnar kallaði hann á fund í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. 30. desember 2009 10:23