Innlent

Þriðju Icesave-umræðu frestað á miðnætti

Þingmenn stinga saman nefjum.
Þingmenn stinga saman nefjum. MYND/Pjetur

Þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið var frestað rétt fyrir miðnætti og var fjárlaganefnd boðuð á fund klukkan hálfeitt í nótt. Þá voru níu þingmenn enn á mælendaskrá. Ástæða frestunarinnar var að nýjar upplýsingar bárust frá breskri lögmannsstofu sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir Alþingismönnum.

Kröfðust stjórnarandstæðingar þess að Svavar Gestsson sendiherra yrði kvaddur á fund nefndarinnar til að gera grein fyrir málinu. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra staðfesti á Alþingi í gærkvöldi að hann hefði ekki séð umrædd gögn. Til stóð að greiða atkvæði um Icesave-málið í dag, en nú er allt í óvissu um framgang málsins.




Tengdar fréttir

Fullkomin óvissa um þingstörf á morgun

Fullkomin óvissa er um það hvernig þingstörfum verður háttað á morgun eftir að ný gögn frá lögmannsstofunni Mischon de Reya voru kynnt í fjárlaganefnd Alþingis í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×