Innlent

Formenn funda um Icesave

Formenn stjórnarflokkanna funda með Bjarna Benediktssyni, Birgittu Jónsdóttur og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni klukkan tíu.
Formenn stjórnarflokkanna funda með Bjarna Benediktssyni, Birgittu Jónsdóttur og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni klukkan tíu. Mynd/GVA
Formenn flokkanna munu funda um stöðuna í Icesave málinu klukkan tíu. Fundur fjárlaganefndar sem hófst klukkan rúmlega átta stendur enn yfir. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að staðan sem sé komin upp sé afar alvarleg.

Þriðju umræðu um Icesave frumvarpið var frestað rétt fyrir miðnætti í gær en þá voru níu þingmenn enn á mælendaskrá. Ástæða frestunarinnar var að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Því vísuðu Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, á bug í umræðum á Alþingi í gær.

Þá spyrja þingmenn stjórnarandstöðunnar hvers vegna gögnin séu að koma fram núna. Þeir spyrja jafnframt hvort formaður samninganefndarinnar, Svavar Gestsson, hafi einn haft aðgang að þessum upplýsingum eða hvort ráðherrar úr ríkisstjórninni hafi einnig haft aðgang að þeim.

„Þetta er ótrúlegt. Það er mjög alvarlegt að leyna ráðherra upplýsingum eins og þessum," segir Birgitta. Hún vill lítið segja um framhaldið en vonast til þess að málið fari ekki í hnút.

Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu en til stóð að kosið yrði um Icesave frumvarpið í dag. Framhaldið skýrist væntanlega á fundi formanna flokkanna.


Tengdar fréttir

Þriðju Icesave-umræðu frestað á miðnætti

Þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið var frestað rétt fyrir miðnætti og var fjárlaganefnd boðuð á fund klukkan hálfeitt í nótt. Þá voru níu þingmenn enn á mælendaskrá.

Fullkomin óvissa um þingstörf á morgun

Fullkomin óvissa er um það hvernig þingstörfum verður háttað á morgun eftir að ný gögn frá lögmannsstofunni Mischon de Reya voru kynnt í fjárlaganefnd Alþingis í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×