Innlent

Þingfundi frestað til hálftvö

Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálfellefu hefur ítrekað verið frestað, nú síðast til klukkan hálfeitt. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofu sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu hafa bæði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, vísað á bug.

Þingfundur átti að hefjast að klukkan hálfellefu en þá tilkynnti Ragnheiður Ríkharðsdóttir, varaforseti Alþingis, að fundi yrði frestað áfram til klukkan ellefu. Klukkan ellefu tilkynnti Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, að fundi yrði frestað áfram til klukkan hálftólf og hálftíma síðar kom hún aftur í pontu og frestaði enn og aftur, til klukkan tólf. Á hádegi var fundinum síðan frestað til hálfeitt. Þegar klukkan sló hálfeitt fór forseti enn í pontu og frestaði fundi til klukkan hálftvö.

Fjárlaganefnd kom saman í morgun vegna málsins og þá hófst formannafundur klukkan tíu. Samkvæmt heimildum fréttastofu neitaði Svavar Gestsson, formaður Icesave samninganefndarinnar, að mæta á fund fjárlaganefndar. Í stað þess sendi hann bréf þar sem hann biðst undan að mæta fyrir nefndina og getur þess ennfremur að hann sé ósammála því hvernig lögmannsstofan lýsir atburðarrás málsins.






Tengdar fréttir

Formenn funda um Icesave

Formenn flokkanna munu funda um stöðuna í Icesave málinu klukkan tíu. Fundur fjárlaganefndar sem hófst klukkan rúmlega átta stendur enn yfir. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að staðan sem sé komin upp sé afar alvarleg.

Þriðju Icesave-umræðu frestað á miðnætti

Þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið var frestað rétt fyrir miðnætti og var fjárlaganefnd boðuð á fund klukkan hálfeitt í nótt. Þá voru níu þingmenn enn á mælendaskrá.

Fundi ítrekað frestað á Alþingi

Þingfundi hefur ítrekað verið frestað á Alþingi í kvöld vegna fundar sem boðað var til í fjárlaganefnd. Ástæðan fyrir fundinum í fjárlaganefnd, sem var ekki á dagskrá Alþingis, er sú að þar takast menn á um hvort aflétta eigi trúnaði af frekari gögnum í málinu.

Þingfundi frestað

Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálf ellefu var frestað um hálftíma. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu vísa stjórnarliðar á bug.

Svavar neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar

Svavar Gestsson, sem fór fyrir samninganefndinni í Icesave málinu svokallaða neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar í morgun samkvæmt heimildum fréttastofu. Guðbjartur Hannesson formaður nefndarinnar kallaði hann á fund í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×