Eva Joly vill Valtý úr embætti ríkissaksóknara 10. júní 2009 18:40 Eva Joly er ekki að hætta sem ráðgjafi hjá embætti sérstaks saksóknara. Hún stillir stjórnvöldum upp við vegg; vill að meiri peningum sé dælt í rannsókn á bankahruninu og að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari víki. 28. mars síðastliðinn var undirritaður formlegur samningur Evu Joly, fyrrverandi rannsóknardómara í Frakklandi, við embætti sérstaks saksóknara. Joly hefur komið hingað til lands um það bil tvisvar í mánuði frá því hún var ráðin til starfa. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Eva Joly ósátt við að ekki hafi enn verið staðið við gefið loforð um að auka fjárveitingar til rannsóknarinnar. Joly telur að þörf sé á því að mun meiri peningum sé dælt inn í rannsókn og saksókn vegna bankahrunsins og er ósátt við að ekki hafi verið farið að hennar ráðum í þessum efnum. Samkvæmt Fréttastofu ríkisútvarpsins segir Eva Joly rannsóknina á efnahagshruninu munu leiða til lítils ef stjórnvöld geri ekki tvær grundvallarbreytingar. Önnur þeirra er sú að Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, víki. Joly telur Valtý vanhæfan vegna fjölskyldutengsla, en Valtýr er faðir Sigurðar Valtýssonar, sem er annar af tveimur forstjórum Exista. Hin varðar fjárframlög til rannsóknarinnar, eins og áður sagði. Eva Joly neitaði viðtali við Stöð 2 í dag. Heimildir fréttastofu herma að innan embættis sérstaks saksóknara sé ánægja með störf Joly og hún gegni talsvert miklu hluverki þar, meðal annars því að skapa ró, frið og traust á rannsókninni. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Eva Joly er ekki að hætta sem ráðgjafi hjá embætti sérstaks saksóknara. Hún stillir stjórnvöldum upp við vegg; vill að meiri peningum sé dælt í rannsókn á bankahruninu og að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari víki. 28. mars síðastliðinn var undirritaður formlegur samningur Evu Joly, fyrrverandi rannsóknardómara í Frakklandi, við embætti sérstaks saksóknara. Joly hefur komið hingað til lands um það bil tvisvar í mánuði frá því hún var ráðin til starfa. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Eva Joly ósátt við að ekki hafi enn verið staðið við gefið loforð um að auka fjárveitingar til rannsóknarinnar. Joly telur að þörf sé á því að mun meiri peningum sé dælt inn í rannsókn og saksókn vegna bankahrunsins og er ósátt við að ekki hafi verið farið að hennar ráðum í þessum efnum. Samkvæmt Fréttastofu ríkisútvarpsins segir Eva Joly rannsóknina á efnahagshruninu munu leiða til lítils ef stjórnvöld geri ekki tvær grundvallarbreytingar. Önnur þeirra er sú að Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, víki. Joly telur Valtý vanhæfan vegna fjölskyldutengsla, en Valtýr er faðir Sigurðar Valtýssonar, sem er annar af tveimur forstjórum Exista. Hin varðar fjárframlög til rannsóknarinnar, eins og áður sagði. Eva Joly neitaði viðtali við Stöð 2 í dag. Heimildir fréttastofu herma að innan embættis sérstaks saksóknara sé ánægja með störf Joly og hún gegni talsvert miklu hluverki þar, meðal annars því að skapa ró, frið og traust á rannsókninni.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira