Erlent

Áttatíu fórust í sprengjuárás í Pakistan

Óli Tynes skrifar

Að minnsta kosti áttatíu manns fórust og tugir særðust þegar öflug sprengja sprakk í markaðsgötu í borginni Peshawar í Pakistan í dag.

Eldur kviknaði í mörgum nærliggjandi húsum við sprenginguna og þau standa í björtu báli. Brakið á sprengistaðnum er svo mikið að björgunarsveitir eiga óhægt um vik að komast á vettvang.

Fréttamaður Sky fréttastofunnar í Pakistan segir að talið sé að margir séu grafnir undir húsarústum og að tala látinna eigi eftir að hækka verulega. Talið er víst að talibanar standi á bak við þetta ódæðisverk.

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna er nýkomin í heimsókn til Pakistans til þess að stappa stálinu í stjórnvöld og hvetja þau til þess að herða enn sóknina gegn talibönum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×