Innlent

Engin dæmi þess að rafmagn hafi orsakað eld í Range Rover

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Range Rover bifreiðin gereyðilagðist í brunanum. Mynd/ Sigurjón.
Range Rover bifreiðin gereyðilagðist í brunanum. Mynd/ Sigurjón.
„Ég veit nú ekki um dæmi þess," segir Sigurður Harðarson verkstæðisformaður hjá B&L aðspurður um það hvort hann þekkti dæmi þess að kviknað hafi í Range Rover út frá rafmagnsbilun.

Stjörnukokkurinn Friðrika Hjördís Geirsdóttir varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að horfa upp á Range Rover-bifreið sína brenna til kaldra kola fyrir utan heimili hennar að Laufásvegi í nótt. Hún segir málið hafa verið mikið áfall. Það liti út fyrir að rafmagnsbilun hafi orsakað brunann.

Sigurður segir málið með miklum ólíkindum ef svo hafi verið „Þú getur líkt þessu svona við tölvu. Bíllinn sofnar þegar hann er búinn að standa í smá tíma," segir Sigurður.






Tengdar fréttir

Range Rover brann á Laufásveginum í nótt

Nýlegur Range Rover jeppi eyðilagðist í eldi í miðborg Reykjavíkur í nótt. Þegar slökkvilið kom á vettvang um klukkan hálf þrjú, logaði glatt í bílnum, sem stóð fyrir utan íbúðarhús á Laufásvegi, en húsið var ekki í hættu.

Óþægilegast að sjá tvo brennda barnabílstóla

Stjörnukokkurinn Friðrika Hjördís Geirsdóttir varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að horfa upp á Range Rover-bifreið sína brenna til kaldra kola fyrir utan heimili hennar að Laufásvegi í nótt. Hún segir það mildi að enginn hafi slasast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×