Innlent

Óþægilegast að sjá tvo brennda barnabílstóla

Friðrika Hjördís segir það mikla mildi að enginn hafi slasast.
Friðrika Hjördís segir það mikla mildi að enginn hafi slasast. MYND/Valli

Stjörnukokkurinn Friðrika Hjördís Geirsdóttir varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að horfa upp á Range Rover-bifreið sína brenna til kaldra kola fyrir utan heimili hennar að Laufásvegi í nótt. Hún segir það mikla mildi að enginn hafi slasast.

„Þetta er auðvitað hrikalegt áfall. Ég veit ekki hvað gerðist en það lítur út fyrir að rafmagnsbilun hafi orsakað brunann," segir Friðrika í samtali við Vísi.

Bifreið Friðriku er gjörónýt.MYND/Sigurjón

Friðrika og maður hennar, Stefán H. Hilmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs sem vinnur fyrir 365 miðla, eiga tvo unga drengi og segir hún að óþægilegast hafi verið að sjá tvo brennda barnabílastóla aftur í bílnum.

„Það var mikil mildi að enginn slasaðist og lán í óláni að þetta gerðist á þeim tíma sem enginn var í bílnum. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvað hefði gerst ef börnin hefðu verið í bílnum," segir Friðrika og vill brýna fyrir foreldrum að skilja ekki börnin sín ein eftir í bílum.






Tengdar fréttir

Range Rover brann á Laufásveginum í nótt

Nýlegur Range Rover jeppi eyðilagðist í eldi í miðborg Reykjavíkur í nótt. Þegar slökkvilið kom á vettvang um klukkan hálf þrjú, logaði glatt í bílnum, sem stóð fyrir utan íbúðarhús á Laufásvegi, en húsið var ekki í hættu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×