Erlent

Elísa­bet Fritzl komin með kærasta

Elísabet býr nú rétt fyrir utan Amstetten en þar var henni haldið nauðugri í tuttugu og fjögur ár.
Elísabet býr nú rétt fyrir utan Amstetten en þar var henni haldið nauðugri í tuttugu og fjögur ár.

Austurrískir fjölmiðlar skýra frá því að Elísabet Fritzel hafi fundið ástina í fyrsta skipti. Sá útvaldi er einn af lífvörðum hennar. Faðir Elísabetar hélt henni í fangelsi í tuttugu og fjögur ár og eignaðist með henni sjö börn. Hún er nú fjörutíu og fjögurra ára gömul en kærastinn er sagður allnokkuð yngri. Þau eru sögð hafa hafið sambúð.

Elísabet hefur náð gríðarlegum bata frá því að mál hennar kom upp. Hún hefur breytt um útlit, tekið bílpróf og hætt sálfræðimeðferð. Hún er nú sögð hamingjusöm kona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×