Grátlegt tap gegn Bandaríkjunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2009 15:21 Stelpurnar okkar stóðu sig vel. Stelpurnar okkar voru grátlega nálægt því að ná jafntefli gegn Ólympíumeisturunum og besta landsliði heims, Bandaríkjunum. Eftir hetjulega baráttu í 90 mínútur skoraði bandaríska liðið eina mark leiksins á lokamínútunni. Það var Natasha Kai sem skoraði markið mikilvæga. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Lokaflautið: Þýski dómarinn hefur flautað leikinn af. Íslenska liðið grátlega nálægt því að ná jafntefli gegn besta landsliði heims en hetjuleg barátta engu að síður. 90. mín: Grátlegt. Bandaríska liðið skorar á lokamínútunni. Það var varamaðurinn Natasha Kai sem skoraði mark bandaríska liðsins með glæsilegu skoti. Glæsilegt mark. Erla Steina Arnardóttir kemur inn fyrir Dóra Maríu. 89. mín: Bandaríska liðið pressar nokkuð stíft að marki Íslands. Fá aukaspyrnu en skalli bandaríska liðsins fer yfir markið. 85. mín: Skipting hjá bandaríska liðinu. Rachel Buehler kemur inn fyrir Angela Hucles. 84. mín: Rakel Hönnudóttir með annað skot Íslands í síðari hálfleik. Það siglir framhjá markinu. 80. mín: Íslenska liðið berst geysilega vel og kemst fyrir flestar skottilraunir bandaríska liðsins. Stelpurnar eru aðeins tíu mínútum frá því að ná fræknum úrslitum gegn Ólympíumeisturunum. 74. mín: Fyrsta skot Íslands að marki í síðari hálfleik. Dóra María með gott skot en bandaríski markvörðurinn slær boltann yfir. Ísland að sækja í sig veðrið og fær tvær hornspyrnur. 72. mín: Íslenska liðið lætur ekki berja sig niður og svarar fyrir sig. Erna Björk var að fá gult spjald fyrir hraustlega tæklingu. 68. mín: Hin stóra og stæðilega Natasha Kai kemur inn fyrir Amy Rodriguez. Hún er afar sterk í loftinu og verður íslenska liðið að hafa góðar gætur á henni. 66. mín: Það er sem fyrr pressa að íslenska markinu sem verst engu að síður vel. Íslenska liðið hefur ekki átt skot að marki í síðari hálfleik. 64. mín: Þriðja skiptingin hjá íslenska liðinu. Rakel Hönnudóttir kemur inn fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur. 61. mín: Bandaríkjamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað en skallinn fer yfir markið og dæmt á bandaríska liðið. 55. mín: Bandaríska liðið heldur áfram að sækja og Ísland kemst lítt áfram. Þó enn markalaust. 50. mín: Bandaríska liðið leikur með vindinn í bakið í síðari hálfleik og byrjar síðari hálfleikinn betur. Guðbjörg Gunnarsdóttir er hins vegar vel á tánum í markinu og grípur vel inn í. 46. mín: Bandaríska liðið gerir tvær breytingar. Angiw Woznuk og Tina DiMartino fara af velli og inn koma Heather O´Reilly og Lindsay Tarpley. Tölfræðin: Bandaríska liðið hefur átt 5 skot að marki en Ísland 3. Eitt skot frá hvoru liði hefur hitt markið. Bandaríkin hafa fengið 3 horn en Ísland 2. Íslensku stelpurnar hafa tvisvar verið flaggaðar rangstæðar en þær bandarísku einu sinni. Bandaríkin hafa fengið eina spjald leiksins en það fékk Boxx fyrir að tækla Söru Björk í ökklann. Hálfleikur: Markalaust í leikhléi og íslensku stelpurnar átt í fullu tréi við bandarísku stelpurnar. Þær bandarísku eru harðar í horn að taka og Sara Björk varð rétt eins og Sif að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir hraustlega tæklingu frá Shannon Boxx. Katrín Ómarsdóttir kemur á vettvang fyrir Söru. 42. mín: Bandarísku stúlkurnar eru að tækla okkar stúlkur hressilega. Nú þurfti að huga að Söru Björk Gunnarsdóttur eftir harða tæklingu. Enn markalaust. 38. mín: Sif Atladóttir þarf að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Blikastúlkan Erna Björk Sigurðardóttir kemur í hennar stað. 30. mín: Búið að vera jafnt. Bandaríkjamenn sótt aðeins meira en Ísland yfir í leiknum. Leikurinn í járnum. Bandaríkjamenn áttu ágætt skot að marki en Guðbjörg varði vel. Engin opin færi. 10. mín: Aðstæður á vellinum eru ágætar. Það er reyndar nokkuð hvasst og dimmt yfir. Þó hlýtt. Byrjunarlið Íslands: Guðbjörg Gunnarsdóttir - Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir - Dóra María Lárusdóttir, Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir - Margrét Lára Viðarsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Sjá meira
Stelpurnar okkar voru grátlega nálægt því að ná jafntefli gegn Ólympíumeisturunum og besta landsliði heims, Bandaríkjunum. Eftir hetjulega baráttu í 90 mínútur skoraði bandaríska liðið eina mark leiksins á lokamínútunni. Það var Natasha Kai sem skoraði markið mikilvæga. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Lokaflautið: Þýski dómarinn hefur flautað leikinn af. Íslenska liðið grátlega nálægt því að ná jafntefli gegn besta landsliði heims en hetjuleg barátta engu að síður. 90. mín: Grátlegt. Bandaríska liðið skorar á lokamínútunni. Það var varamaðurinn Natasha Kai sem skoraði mark bandaríska liðsins með glæsilegu skoti. Glæsilegt mark. Erla Steina Arnardóttir kemur inn fyrir Dóra Maríu. 89. mín: Bandaríska liðið pressar nokkuð stíft að marki Íslands. Fá aukaspyrnu en skalli bandaríska liðsins fer yfir markið. 85. mín: Skipting hjá bandaríska liðinu. Rachel Buehler kemur inn fyrir Angela Hucles. 84. mín: Rakel Hönnudóttir með annað skot Íslands í síðari hálfleik. Það siglir framhjá markinu. 80. mín: Íslenska liðið berst geysilega vel og kemst fyrir flestar skottilraunir bandaríska liðsins. Stelpurnar eru aðeins tíu mínútum frá því að ná fræknum úrslitum gegn Ólympíumeisturunum. 74. mín: Fyrsta skot Íslands að marki í síðari hálfleik. Dóra María með gott skot en bandaríski markvörðurinn slær boltann yfir. Ísland að sækja í sig veðrið og fær tvær hornspyrnur. 72. mín: Íslenska liðið lætur ekki berja sig niður og svarar fyrir sig. Erna Björk var að fá gult spjald fyrir hraustlega tæklingu. 68. mín: Hin stóra og stæðilega Natasha Kai kemur inn fyrir Amy Rodriguez. Hún er afar sterk í loftinu og verður íslenska liðið að hafa góðar gætur á henni. 66. mín: Það er sem fyrr pressa að íslenska markinu sem verst engu að síður vel. Íslenska liðið hefur ekki átt skot að marki í síðari hálfleik. 64. mín: Þriðja skiptingin hjá íslenska liðinu. Rakel Hönnudóttir kemur inn fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur. 61. mín: Bandaríkjamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað en skallinn fer yfir markið og dæmt á bandaríska liðið. 55. mín: Bandaríska liðið heldur áfram að sækja og Ísland kemst lítt áfram. Þó enn markalaust. 50. mín: Bandaríska liðið leikur með vindinn í bakið í síðari hálfleik og byrjar síðari hálfleikinn betur. Guðbjörg Gunnarsdóttir er hins vegar vel á tánum í markinu og grípur vel inn í. 46. mín: Bandaríska liðið gerir tvær breytingar. Angiw Woznuk og Tina DiMartino fara af velli og inn koma Heather O´Reilly og Lindsay Tarpley. Tölfræðin: Bandaríska liðið hefur átt 5 skot að marki en Ísland 3. Eitt skot frá hvoru liði hefur hitt markið. Bandaríkin hafa fengið 3 horn en Ísland 2. Íslensku stelpurnar hafa tvisvar verið flaggaðar rangstæðar en þær bandarísku einu sinni. Bandaríkin hafa fengið eina spjald leiksins en það fékk Boxx fyrir að tækla Söru Björk í ökklann. Hálfleikur: Markalaust í leikhléi og íslensku stelpurnar átt í fullu tréi við bandarísku stelpurnar. Þær bandarísku eru harðar í horn að taka og Sara Björk varð rétt eins og Sif að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir hraustlega tæklingu frá Shannon Boxx. Katrín Ómarsdóttir kemur á vettvang fyrir Söru. 42. mín: Bandarísku stúlkurnar eru að tækla okkar stúlkur hressilega. Nú þurfti að huga að Söru Björk Gunnarsdóttur eftir harða tæklingu. Enn markalaust. 38. mín: Sif Atladóttir þarf að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Blikastúlkan Erna Björk Sigurðardóttir kemur í hennar stað. 30. mín: Búið að vera jafnt. Bandaríkjamenn sótt aðeins meira en Ísland yfir í leiknum. Leikurinn í járnum. Bandaríkjamenn áttu ágætt skot að marki en Guðbjörg varði vel. Engin opin færi. 10. mín: Aðstæður á vellinum eru ágætar. Það er reyndar nokkuð hvasst og dimmt yfir. Þó hlýtt. Byrjunarlið Íslands: Guðbjörg Gunnarsdóttir - Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir - Dóra María Lárusdóttir, Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir - Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Sjá meira