Fótbolti

Adriano settur í megrun

AFP

Forráðamenn Flamengo í Brasilíu eru ekki sáttir við líkamlegt ástand framherjans Adriano og hafa sett hann í megrun.

Adriano gekk í raðir Flamengo frá Inter fyrir skömmu en honum hefur verið skipað að skafa af sér 7-8 kíló því hann þykir of þungur.

Fjölmiðlar í Brasilíu segja að væntanlega þýði þetta að kappinn þurfi að neita sér um bjór og djúpsteiktan mat, en bæði ku vera í miklu uppáhaldi á matseðlinum hjá Adriano.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×