Valhöll brunnin til kaldra kola 10. júlí 2009 19:15 Hótel Valhöll er brunnin til grunna og nú standa einungis steinveggir þar sem hinn reisulegi burstabær áður stóð. Engu var hægt að bjarga að sögn slökkviliðsmanna á staðnum og hægt verður að moka rústunum í burtu. Eldurinn kom upp á fimmta tímanum í dag en grunur leikur á að hann hafi átt upptökin sín í háfi í eldhúsinu meðan verið var að grilla. Slökkviliðið fékk aðstoð frá slökkviliðum í Árnessýslu en þrátt fyrir það tókst ekki að bjarga neinu þar sem eldurinn dreifðist svo hratt út. Á plani Valhallar stóð tankur fullur á díselolíu og lagði slökkvilið miklá áherslu á að kæla hann vegna sprengihættu. Nýir rekstraraðilar tóku við rekstri hótelsins í maí og því aðeins séð um hótelið í um tvo mánuði. Á hótelinu voru fimm gestir og brunnu allar eigur þeirra. Ungt íslenskt par sem fréttastofa ræddi við missti fartölvu, myndavél og ýmislegt fleira í brunanum en þau voru ekki á hótelinu þegar eldurinn kom upp.Í þessum bruna brann ekki einungis falleg bygging, heldur heilmikil saga þar sem rekja má sögu hússins aftur til nítjándu aldar. Tengdar fréttir Símstöð brann í Valhöll Lítil símstöð í eigu Símans var inni í Valhöll sem stendur nú á björtu báli. Þetta þýðir að um þrjátíu viðskiptavinir á svæðinu munu missa talsamband. Tekið gæti nokkra daga að koma upp nýrri símstöð en að sögn upplýsingafulltrúa Símans verða hafðar hraðar hendur við að koma viðskiptavinum aftur í samband. 10. júlí 2009 18:44 Eldurinn breiðist hratt út - helmingur hótelsins brunninn Eldurinn í Valhöll á Þingvöllum breiðist hratt út og nú eru tvö burstahúsanna á björtu báli. Skáli sem stóð við vesturhlið hússins er hruninn til grunna. 10. júlí 2009 17:27 Sprengihætta í Valhöll Lögregla og Slökkvilið vilja koma á framfæri þeim boðum til almennings að halda sig í góðri fjarlægð frá eldstaðnum á Þingvöllum vegna sprengihættu. Á það við umferð á landi sem og úr lofti. 10. júlí 2009 17:45 Líklega kviknað í útfrá háfi í eldhúsi Grunur leikur á kviknað hafi í útfrá háfi í eldhúsi Hótels Valhallar þegar verið var að grilla. Eldurinn kom upp um fjögurleytið í dag og hefur breiðst hratt út. 10. júlí 2009 18:23 Mikill eldur í Valhöll - fyrstu slökkviliðsbílarnir komnir á vettvang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu er á leiðinni til Þingvalla en Valhöll stendur í ljósum logum. 10. júlí 2009 16:41 Eldur í Valhöll á Þingvöllum Eldur braust út í Valhöll á Þingvöllum nú fyrir stundu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á staðinn en ekki fengust nánari upplýsingar um málið. 10. júlí 2009 16:33 Stórbruni í Valhöll - reykjamökkurinn sést í kílómetra fjarlægð Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis á Þingvöllum segir eldsvoðann í Valhöll vera stórbruna. Reykjamökkurinn sést í tug kílómetra fjarlægð og eyðileggingin er gríðarleg. 10. júlí 2009 17:01 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Hótel Valhöll er brunnin til grunna og nú standa einungis steinveggir þar sem hinn reisulegi burstabær áður stóð. Engu var hægt að bjarga að sögn slökkviliðsmanna á staðnum og hægt verður að moka rústunum í burtu. Eldurinn kom upp á fimmta tímanum í dag en grunur leikur á að hann hafi átt upptökin sín í háfi í eldhúsinu meðan verið var að grilla. Slökkviliðið fékk aðstoð frá slökkviliðum í Árnessýslu en þrátt fyrir það tókst ekki að bjarga neinu þar sem eldurinn dreifðist svo hratt út. Á plani Valhallar stóð tankur fullur á díselolíu og lagði slökkvilið miklá áherslu á að kæla hann vegna sprengihættu. Nýir rekstraraðilar tóku við rekstri hótelsins í maí og því aðeins séð um hótelið í um tvo mánuði. Á hótelinu voru fimm gestir og brunnu allar eigur þeirra. Ungt íslenskt par sem fréttastofa ræddi við missti fartölvu, myndavél og ýmislegt fleira í brunanum en þau voru ekki á hótelinu þegar eldurinn kom upp.Í þessum bruna brann ekki einungis falleg bygging, heldur heilmikil saga þar sem rekja má sögu hússins aftur til nítjándu aldar.
Tengdar fréttir Símstöð brann í Valhöll Lítil símstöð í eigu Símans var inni í Valhöll sem stendur nú á björtu báli. Þetta þýðir að um þrjátíu viðskiptavinir á svæðinu munu missa talsamband. Tekið gæti nokkra daga að koma upp nýrri símstöð en að sögn upplýsingafulltrúa Símans verða hafðar hraðar hendur við að koma viðskiptavinum aftur í samband. 10. júlí 2009 18:44 Eldurinn breiðist hratt út - helmingur hótelsins brunninn Eldurinn í Valhöll á Þingvöllum breiðist hratt út og nú eru tvö burstahúsanna á björtu báli. Skáli sem stóð við vesturhlið hússins er hruninn til grunna. 10. júlí 2009 17:27 Sprengihætta í Valhöll Lögregla og Slökkvilið vilja koma á framfæri þeim boðum til almennings að halda sig í góðri fjarlægð frá eldstaðnum á Þingvöllum vegna sprengihættu. Á það við umferð á landi sem og úr lofti. 10. júlí 2009 17:45 Líklega kviknað í útfrá háfi í eldhúsi Grunur leikur á kviknað hafi í útfrá háfi í eldhúsi Hótels Valhallar þegar verið var að grilla. Eldurinn kom upp um fjögurleytið í dag og hefur breiðst hratt út. 10. júlí 2009 18:23 Mikill eldur í Valhöll - fyrstu slökkviliðsbílarnir komnir á vettvang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu er á leiðinni til Þingvalla en Valhöll stendur í ljósum logum. 10. júlí 2009 16:41 Eldur í Valhöll á Þingvöllum Eldur braust út í Valhöll á Þingvöllum nú fyrir stundu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á staðinn en ekki fengust nánari upplýsingar um málið. 10. júlí 2009 16:33 Stórbruni í Valhöll - reykjamökkurinn sést í kílómetra fjarlægð Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis á Þingvöllum segir eldsvoðann í Valhöll vera stórbruna. Reykjamökkurinn sést í tug kílómetra fjarlægð og eyðileggingin er gríðarleg. 10. júlí 2009 17:01 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Símstöð brann í Valhöll Lítil símstöð í eigu Símans var inni í Valhöll sem stendur nú á björtu báli. Þetta þýðir að um þrjátíu viðskiptavinir á svæðinu munu missa talsamband. Tekið gæti nokkra daga að koma upp nýrri símstöð en að sögn upplýsingafulltrúa Símans verða hafðar hraðar hendur við að koma viðskiptavinum aftur í samband. 10. júlí 2009 18:44
Eldurinn breiðist hratt út - helmingur hótelsins brunninn Eldurinn í Valhöll á Þingvöllum breiðist hratt út og nú eru tvö burstahúsanna á björtu báli. Skáli sem stóð við vesturhlið hússins er hruninn til grunna. 10. júlí 2009 17:27
Sprengihætta í Valhöll Lögregla og Slökkvilið vilja koma á framfæri þeim boðum til almennings að halda sig í góðri fjarlægð frá eldstaðnum á Þingvöllum vegna sprengihættu. Á það við umferð á landi sem og úr lofti. 10. júlí 2009 17:45
Líklega kviknað í útfrá háfi í eldhúsi Grunur leikur á kviknað hafi í útfrá háfi í eldhúsi Hótels Valhallar þegar verið var að grilla. Eldurinn kom upp um fjögurleytið í dag og hefur breiðst hratt út. 10. júlí 2009 18:23
Mikill eldur í Valhöll - fyrstu slökkviliðsbílarnir komnir á vettvang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu er á leiðinni til Þingvalla en Valhöll stendur í ljósum logum. 10. júlí 2009 16:41
Eldur í Valhöll á Þingvöllum Eldur braust út í Valhöll á Þingvöllum nú fyrir stundu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á staðinn en ekki fengust nánari upplýsingar um málið. 10. júlí 2009 16:33
Stórbruni í Valhöll - reykjamökkurinn sést í kílómetra fjarlægð Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis á Þingvöllum segir eldsvoðann í Valhöll vera stórbruna. Reykjamökkurinn sést í tug kílómetra fjarlægð og eyðileggingin er gríðarleg. 10. júlí 2009 17:01