Stjórn KSÍ biðst afsökunar á kampavínsmálinu 19. nóvember 2009 19:03 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Stjórn KSí hyggst ekki aðhafast frekar í máli fjármálastjóra sambandsins en hann heimsótti strípibúllu í Sviss fyrir fjórum árum þar sem hann notaði greiðsluskort KSÍ. Fjármálastjórnin mun því starfa áfram hjá sambandinu. Stjórnin harmar tildrög málsins og biður þjóðina, knattspyrnuhreyfinguna og aðildarfélög sín afsökunar á því. „Stjórn KSÍ hefur móttekið afsökunarbréf fjármálastjórans, dags. 17. nóvember 2009 þar sem hann harmar að nafn KSÍ hafi fengið neikvæða umfjöllun vegna málsins en jafnframt ítrekar hann sakleysi sitt hvað varðar notkun kortsins. Eftir að hafa rætt málavexti á fundi sínum þann 19. nóvember 2009 og í ljósi þess að starfsmaðurinn var áminntur á sínum tíma mun stjórnin ekki aðhafast frekar í máli hans,“ segir í tilkynningu frá stjórn KSÍ. Þar segir jafnframt að samkvæmt lögum KSÍ ber því að vera leiðandi afl fyrir íslenska knattspyrnu og fulltrúum þess ber að koma fram af heiðarleika og sýna gott siðferði. „Í því tilfelli sem hér um ræðir missteig fjármálastjórinn sig og hlaut refsingu sem metin var hæfileg á þeim tíma. Það er staðföst skoðun KSÍ að gott siðferði sé mikilvægt veganesti í starfi íþróttahreyfingarinnar en það er ekki síður mikilvægt að þegar menn hafa misstigið sig og tekið út sinn dóm að horfa fram á veginn, fyrirgefa og læra af þeim mistökum sem gerð voru.“ Þá kemur fram í tilkynningunni að stjórn sambandsins hefur ákveðið að skipa starfshóp með það að markmiði að nýjar siðareglur KSÍ taki gildi 1. janúar næstkomandi. „Stjórn KSÍ mun síðan standa fyrir kynningu á þeim reglum en markmiðið er ávallt að fulltrúar KSÍ séu til sóma á innlendum sem erlendum vettvangi.“ Tengdar fréttir KSÍ rukkað fyrir kampavín og klám Óljóst er hvort fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands framvísaði korti sambandsins á nektarstað í Sviss eða hvort það var tekið ófrjálsri hendi. Svissneski vefmiðilinn 20minutenonline.ch segir frá því að starfsmaður KSÍ og sambandið sjálft hafi verið rukkað fyrir jafnvirði átta milljóna króna eftir næturheimsókn starfsmannsins á strípibúllu í Zürich. Af þessu hafi spunnist dómsmál. 7. nóvember 2009 03:00 Kampavínsmálið: Mál eins manns breytir engu um styrki til KSÍ Forsvarsmaður eins stærsta styrktaraðila KSÍ segir að mál eins manns breyti ekki afstöðu fyrirtækisins til sambandsins. Styrktarsamningurinn sé fyrir íslensk knattspyrnu, íslensk ungmenni og íslensku landsliðin. Menntamálaráðherra telur þetta mál ekki vera íþróttahreyfingunni til framdráttar. 10. nóvember 2009 12:05 Vilja að stjórn KSÍ segi af sér vegna heimsóknar á strípibúllu Femínistafélag Íslands fordæmir framferði fjármálastjóra Knattspyrnufélags Íslands og viðbrögð sambandsins við næturheimsókn fjármálastjórans á nektarstað í Sviss. Félagið krefst þess að stjórnin segi af sér og fjármálastjóranum verði vikið úr starfi hið fyrsta. 7. nóvember 2009 14:03 Stjórnarmaður KSÍ vill setja siðareglur Ingibjörg Hinriksdóttir, stjórnarmaður í Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ), telur að ekki hafi verið tekið rétt á málum fjármálastjóra sambandsins, en milljónir voru teknar af korti sambandsins sem hann var með á nektarstað í Sviss. Ingibjörg telur að málið hefði átt að vera opinbert frá fyrstu stundu. 11. nóvember 2009 06:00 Starfsmaður KSÍ fórnarlamb skipulagðrar glæpastarfsemi Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, var með Pálma Jónassyni, fjármálastjóra KSÍ, í ferð í Sviss þegar 3,2 milljónir króna voru teknar út af greiðslukorti Pálma Jónssonar og greitt var fyrir þjónustu í næturklúbbi. Hann var hins vegar ekki með Pálma inni á viðkomandi næturklúbbi. Þetta sagði Geir í Kastljósi RÚV í kvöld. 9. nóvember 2009 19:55 Stjórn KSÍ fundar um kampavínsmálið Stjórn Knattspyrnusambands Íslands situr á fundi og ræðir mál Pálma Jónssonar, fjármálastjóra sambandsins. Eins og kunnugt er heimsótti hann strípibúllu í Sviss fyrir fjórum árum þar sem hann notaði greiðsluskort KSÍ. 19. nóvember 2009 17:28 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Stjórn KSí hyggst ekki aðhafast frekar í máli fjármálastjóra sambandsins en hann heimsótti strípibúllu í Sviss fyrir fjórum árum þar sem hann notaði greiðsluskort KSÍ. Fjármálastjórnin mun því starfa áfram hjá sambandinu. Stjórnin harmar tildrög málsins og biður þjóðina, knattspyrnuhreyfinguna og aðildarfélög sín afsökunar á því. „Stjórn KSÍ hefur móttekið afsökunarbréf fjármálastjórans, dags. 17. nóvember 2009 þar sem hann harmar að nafn KSÍ hafi fengið neikvæða umfjöllun vegna málsins en jafnframt ítrekar hann sakleysi sitt hvað varðar notkun kortsins. Eftir að hafa rætt málavexti á fundi sínum þann 19. nóvember 2009 og í ljósi þess að starfsmaðurinn var áminntur á sínum tíma mun stjórnin ekki aðhafast frekar í máli hans,“ segir í tilkynningu frá stjórn KSÍ. Þar segir jafnframt að samkvæmt lögum KSÍ ber því að vera leiðandi afl fyrir íslenska knattspyrnu og fulltrúum þess ber að koma fram af heiðarleika og sýna gott siðferði. „Í því tilfelli sem hér um ræðir missteig fjármálastjórinn sig og hlaut refsingu sem metin var hæfileg á þeim tíma. Það er staðföst skoðun KSÍ að gott siðferði sé mikilvægt veganesti í starfi íþróttahreyfingarinnar en það er ekki síður mikilvægt að þegar menn hafa misstigið sig og tekið út sinn dóm að horfa fram á veginn, fyrirgefa og læra af þeim mistökum sem gerð voru.“ Þá kemur fram í tilkynningunni að stjórn sambandsins hefur ákveðið að skipa starfshóp með það að markmiði að nýjar siðareglur KSÍ taki gildi 1. janúar næstkomandi. „Stjórn KSÍ mun síðan standa fyrir kynningu á þeim reglum en markmiðið er ávallt að fulltrúar KSÍ séu til sóma á innlendum sem erlendum vettvangi.“
Tengdar fréttir KSÍ rukkað fyrir kampavín og klám Óljóst er hvort fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands framvísaði korti sambandsins á nektarstað í Sviss eða hvort það var tekið ófrjálsri hendi. Svissneski vefmiðilinn 20minutenonline.ch segir frá því að starfsmaður KSÍ og sambandið sjálft hafi verið rukkað fyrir jafnvirði átta milljóna króna eftir næturheimsókn starfsmannsins á strípibúllu í Zürich. Af þessu hafi spunnist dómsmál. 7. nóvember 2009 03:00 Kampavínsmálið: Mál eins manns breytir engu um styrki til KSÍ Forsvarsmaður eins stærsta styrktaraðila KSÍ segir að mál eins manns breyti ekki afstöðu fyrirtækisins til sambandsins. Styrktarsamningurinn sé fyrir íslensk knattspyrnu, íslensk ungmenni og íslensku landsliðin. Menntamálaráðherra telur þetta mál ekki vera íþróttahreyfingunni til framdráttar. 10. nóvember 2009 12:05 Vilja að stjórn KSÍ segi af sér vegna heimsóknar á strípibúllu Femínistafélag Íslands fordæmir framferði fjármálastjóra Knattspyrnufélags Íslands og viðbrögð sambandsins við næturheimsókn fjármálastjórans á nektarstað í Sviss. Félagið krefst þess að stjórnin segi af sér og fjármálastjóranum verði vikið úr starfi hið fyrsta. 7. nóvember 2009 14:03 Stjórnarmaður KSÍ vill setja siðareglur Ingibjörg Hinriksdóttir, stjórnarmaður í Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ), telur að ekki hafi verið tekið rétt á málum fjármálastjóra sambandsins, en milljónir voru teknar af korti sambandsins sem hann var með á nektarstað í Sviss. Ingibjörg telur að málið hefði átt að vera opinbert frá fyrstu stundu. 11. nóvember 2009 06:00 Starfsmaður KSÍ fórnarlamb skipulagðrar glæpastarfsemi Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, var með Pálma Jónassyni, fjármálastjóra KSÍ, í ferð í Sviss þegar 3,2 milljónir króna voru teknar út af greiðslukorti Pálma Jónssonar og greitt var fyrir þjónustu í næturklúbbi. Hann var hins vegar ekki með Pálma inni á viðkomandi næturklúbbi. Þetta sagði Geir í Kastljósi RÚV í kvöld. 9. nóvember 2009 19:55 Stjórn KSÍ fundar um kampavínsmálið Stjórn Knattspyrnusambands Íslands situr á fundi og ræðir mál Pálma Jónssonar, fjármálastjóra sambandsins. Eins og kunnugt er heimsótti hann strípibúllu í Sviss fyrir fjórum árum þar sem hann notaði greiðsluskort KSÍ. 19. nóvember 2009 17:28 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
KSÍ rukkað fyrir kampavín og klám Óljóst er hvort fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands framvísaði korti sambandsins á nektarstað í Sviss eða hvort það var tekið ófrjálsri hendi. Svissneski vefmiðilinn 20minutenonline.ch segir frá því að starfsmaður KSÍ og sambandið sjálft hafi verið rukkað fyrir jafnvirði átta milljóna króna eftir næturheimsókn starfsmannsins á strípibúllu í Zürich. Af þessu hafi spunnist dómsmál. 7. nóvember 2009 03:00
Kampavínsmálið: Mál eins manns breytir engu um styrki til KSÍ Forsvarsmaður eins stærsta styrktaraðila KSÍ segir að mál eins manns breyti ekki afstöðu fyrirtækisins til sambandsins. Styrktarsamningurinn sé fyrir íslensk knattspyrnu, íslensk ungmenni og íslensku landsliðin. Menntamálaráðherra telur þetta mál ekki vera íþróttahreyfingunni til framdráttar. 10. nóvember 2009 12:05
Vilja að stjórn KSÍ segi af sér vegna heimsóknar á strípibúllu Femínistafélag Íslands fordæmir framferði fjármálastjóra Knattspyrnufélags Íslands og viðbrögð sambandsins við næturheimsókn fjármálastjórans á nektarstað í Sviss. Félagið krefst þess að stjórnin segi af sér og fjármálastjóranum verði vikið úr starfi hið fyrsta. 7. nóvember 2009 14:03
Stjórnarmaður KSÍ vill setja siðareglur Ingibjörg Hinriksdóttir, stjórnarmaður í Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ), telur að ekki hafi verið tekið rétt á málum fjármálastjóra sambandsins, en milljónir voru teknar af korti sambandsins sem hann var með á nektarstað í Sviss. Ingibjörg telur að málið hefði átt að vera opinbert frá fyrstu stundu. 11. nóvember 2009 06:00
Starfsmaður KSÍ fórnarlamb skipulagðrar glæpastarfsemi Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, var með Pálma Jónassyni, fjármálastjóra KSÍ, í ferð í Sviss þegar 3,2 milljónir króna voru teknar út af greiðslukorti Pálma Jónssonar og greitt var fyrir þjónustu í næturklúbbi. Hann var hins vegar ekki með Pálma inni á viðkomandi næturklúbbi. Þetta sagði Geir í Kastljósi RÚV í kvöld. 9. nóvember 2009 19:55
Stjórn KSÍ fundar um kampavínsmálið Stjórn Knattspyrnusambands Íslands situr á fundi og ræðir mál Pálma Jónssonar, fjármálastjóra sambandsins. Eins og kunnugt er heimsótti hann strípibúllu í Sviss fyrir fjórum árum þar sem hann notaði greiðsluskort KSÍ. 19. nóvember 2009 17:28