Innlent

Vilja að stjórn KSÍ segi af sér vegna heimsóknar á strípibúllu

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að ákveðið hafi verið að fjármálastjórinn myndi starfa áfram hjá sambandinu enda hefði hann unnið flekklaust starf.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að ákveðið hafi verið að fjármálastjórinn myndi starfa áfram hjá sambandinu enda hefði hann unnið flekklaust starf.
Femínistafélag Íslands fordæmir framferði fjármálastjóra Knattspyrnufélags Íslands og viðbrögð sambandsins við næturheimsókn fjármálastjórans á nektarstað í Sviss. Félagið krefst þess að stjórnin segi af sér og fjármálastjóranum verði vikið úr starfi hið fyrsta.

Óljóst er hvort fjármálastjóri framvísaði korti sambandsins á nektarstað í Sviss eða hvort það var tekið ófrjálsri hendi. Svissneski vefmiðilinn 20minutenonline.ch segir frá því að starfsmaðurinn og sambandið sjálft hafi verið rukkað fyrir jafnvirði átta milljóna króna eftir næturheimsókn starfsmannsins á nektarað í Zürich. Af þessu hafi spunnist dómsmál. Samkvæmt yfirlýsingu KSÍ átti heimsóknin sér stað fyrir fimm árum.

„Fréttir af heimsókn fjármálastjórans á súlustað í Sviss hafa vakið verðskuldaða athygli í samfélaginu á undanförnum dögum, enda fáheyrt að menn sem gegni trúnaðarstörfum fyrir samtök sem kenna sig við forvarnir og heilbrigt líferni verði uppvísir að iðju sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi, misnotkun á bágri stöðu kvenna og það með kreditkort vinnuveitandans upp á vasann," segir í yfirlýsingu frá Femínistafélaginu.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir í Fréttablaðinu í dag að greiðslukortamál fjármálastjóra sambandsins sé einsdæmi. Ákveðið hafi verið að fjármálastjórinn héldi áfram enda hefði hann unnið flekklaust starf.

Í yfirlýsingu Femínistafélagsins segir að Knattspyrnufélagið hafi brugðist hlutverki sínu. „Árið 2006 sendi Íþróttasamband Íslands frá sér yfirlýsingu, þar sem vændi og mansal var fordæmt í tengslum við heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fór í Þýskalandi. Þar segir m.a. „Megininntak íþrótta er mannleg reisn og heilbrigt líferni." Þarft er að rifja upp í þessu samhengi að KSÍ neitaði að leggja baráttunni gegn vændi og mansali lið á mótinu þrátt fyrir fjölmargar áskoranir, m.a. frá 14 kvennasamtökum og jafnréttisnefnd Reykjavíkur."


Tengdar fréttir

KSÍ rukkað fyrir kampavín og klám

Óljóst er hvort fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands framvísaði korti sambandsins á nektarstað í Sviss eða hvort það var tekið ófrjálsri hendi. Svissneski vefmiðilinn 20minutenonline.ch segir frá því að starfsmaður KSÍ og sambandið sjálft hafi verið rukkað fyrir jafnvirði átta milljóna króna eftir næturheimsókn starfsmannsins á strípibúllu í Zürich. Af þessu hafi spunnist dómsmál.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×