Umfjöllun: Ósanngjarnt jafntefli gegn Norðmönnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. september 2009 17:45 Leikmenn íslenska landsliðsins fagna marki Eiðs Smára í kvöld. Mynd/Daníel Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum. John Arne Riise kom Norðmönnum yfir með marki beint úr aukaspyrnu á tíundu mínútu. Gunnleifur Gunnleifsson markvörður virtist misreikna stefnu boltans og náði ekki að koma í veg fyrir mark. Markið kom gegn gangi leiksins en það var ekki tilfellið þegar Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði metin fyrir Ísland með sínu 24. landsliðsmarki á ferlinum. Það er vitanlega met. Rúrik Gíslason gerði vel þegar hann skallaði boltann fyrir fætur Grétars Rafns Steinssonar. Hann hafði nægan tíma til að gefa góða sendingu inn í teig, beint á kollinn á Eið Smára sem skoraði með góðum skalla. Rúrik Gíslason kom eins og stormsveipur inn í landsliðið og hefði þess vegna getað skorað fyrsta mark leiksins er hann stýrði boltanum í utanverða stöngina eftir laglegan undirbúning Eiðs Smára. Samspil Rúriks og Eiðs Smára var gullfallegt í fyrri hálfleik. Tvívegis var Rúrik við það að komast í úrvalsfæri eftir sendingar Eiðs en fyrsta snertingin sveik Rúrik. En Emil Hallfreðsson hefði átt að koma Íslandi yfir í fyrri hálfleik. Fyrst stóð hann fyrir opnu marki eftir að boltinn barst fyrir eftir hornspyrnu en Emil skóflaði boltanum hátt yfir. Aðeins fimm mínútum síðar, á 37. mínútu, átti Heiðar góða sendingu inn á teig. Emil tímasetti hlaup sitt hárrétt og var einn gegn markverðinum en skallaði framhjá. Afar svekkjandi. Hættulegasta færi Norðmanna eftir markið fékk afmælisbarn dagsins, John Carew, þegar hann var við það að sleppa einn gegn Gunnleifi eftir langa sendingu fram, einkennismerki norska landsliðsins. En Kristján Örn Sigurðsson náði að hlaupa hann uppi og drepa færið. Carew reyndi að fiska víti með leikaraskap en tókst ekki. Síðari hálfleikur var ekki eins góður og sá fyrri enda Norðmenn hreinlega neyddir til að taka sig saman í andlitinu eftir arfaslakan frammistöðu í fyrri hálfleik. En það var samt íslenska liðið sem stjórnaði spilinu lengst af. Ísland sótti oft stíft og sóknirnar voru oft afar efnilegar en færin vantaði. Þar til á 78. mínútu. Brynjar Björn átti sendingu inn á Heiðar Helguson sem var dauðafrír inn á teig og skallaði þá langt framhjá. Norðmenn sóttu nokkuð stíft eftir þetta en sem fyrr var lítið sem ekkert að gerast fyrir framan íslenska markið. Veigar Páll Gunnarsson kom inn á sem varamaður nokkuð seint í leiknum, alveg eins og í fyrri leik liðanna í Noregi. Og alveg eins og í Osló var Veigar hársbreidd frá því að skora sigurmark leiksins. Nú náði reyndar norski markvörðurinn að verja í stöng á einhvern óskiljanlega máta. Heppnin var með gestunum. Heiðar hefði svo getað tryggt Íslandi sigurinn undir lokin. Hann var einn gegn markverðinum eftir góðan undirbúning Eiðs Smára en aftur hitti hann ekki markið. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og Ísland lýkur keppni með fimm stig í riðlinum. Liðið vann Makedóníu á heimavelli og gerði tvö jafntefli við Norðmenn. Það var allt og sumt - því miður.Ísland - Noregur 1-1 0-1 John Arne Riise (10.) 1-1 Eiður Smári Guðjohnsen (29.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: Um 7.000 Dómari: Alexandru Tudor (8)Skot (á mark): 16-12 (5-3)Varin skot: Gunnleifur 2 - Knudsen 2Horn: 5-5Aukaspyrnur fengnar: 14-12Rangstöður: 2-6 Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni og má lesa hana hér: Ísland - Noregur. Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira
Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum. John Arne Riise kom Norðmönnum yfir með marki beint úr aukaspyrnu á tíundu mínútu. Gunnleifur Gunnleifsson markvörður virtist misreikna stefnu boltans og náði ekki að koma í veg fyrir mark. Markið kom gegn gangi leiksins en það var ekki tilfellið þegar Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði metin fyrir Ísland með sínu 24. landsliðsmarki á ferlinum. Það er vitanlega met. Rúrik Gíslason gerði vel þegar hann skallaði boltann fyrir fætur Grétars Rafns Steinssonar. Hann hafði nægan tíma til að gefa góða sendingu inn í teig, beint á kollinn á Eið Smára sem skoraði með góðum skalla. Rúrik Gíslason kom eins og stormsveipur inn í landsliðið og hefði þess vegna getað skorað fyrsta mark leiksins er hann stýrði boltanum í utanverða stöngina eftir laglegan undirbúning Eiðs Smára. Samspil Rúriks og Eiðs Smára var gullfallegt í fyrri hálfleik. Tvívegis var Rúrik við það að komast í úrvalsfæri eftir sendingar Eiðs en fyrsta snertingin sveik Rúrik. En Emil Hallfreðsson hefði átt að koma Íslandi yfir í fyrri hálfleik. Fyrst stóð hann fyrir opnu marki eftir að boltinn barst fyrir eftir hornspyrnu en Emil skóflaði boltanum hátt yfir. Aðeins fimm mínútum síðar, á 37. mínútu, átti Heiðar góða sendingu inn á teig. Emil tímasetti hlaup sitt hárrétt og var einn gegn markverðinum en skallaði framhjá. Afar svekkjandi. Hættulegasta færi Norðmanna eftir markið fékk afmælisbarn dagsins, John Carew, þegar hann var við það að sleppa einn gegn Gunnleifi eftir langa sendingu fram, einkennismerki norska landsliðsins. En Kristján Örn Sigurðsson náði að hlaupa hann uppi og drepa færið. Carew reyndi að fiska víti með leikaraskap en tókst ekki. Síðari hálfleikur var ekki eins góður og sá fyrri enda Norðmenn hreinlega neyddir til að taka sig saman í andlitinu eftir arfaslakan frammistöðu í fyrri hálfleik. En það var samt íslenska liðið sem stjórnaði spilinu lengst af. Ísland sótti oft stíft og sóknirnar voru oft afar efnilegar en færin vantaði. Þar til á 78. mínútu. Brynjar Björn átti sendingu inn á Heiðar Helguson sem var dauðafrír inn á teig og skallaði þá langt framhjá. Norðmenn sóttu nokkuð stíft eftir þetta en sem fyrr var lítið sem ekkert að gerast fyrir framan íslenska markið. Veigar Páll Gunnarsson kom inn á sem varamaður nokkuð seint í leiknum, alveg eins og í fyrri leik liðanna í Noregi. Og alveg eins og í Osló var Veigar hársbreidd frá því að skora sigurmark leiksins. Nú náði reyndar norski markvörðurinn að verja í stöng á einhvern óskiljanlega máta. Heppnin var með gestunum. Heiðar hefði svo getað tryggt Íslandi sigurinn undir lokin. Hann var einn gegn markverðinum eftir góðan undirbúning Eiðs Smára en aftur hitti hann ekki markið. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og Ísland lýkur keppni með fimm stig í riðlinum. Liðið vann Makedóníu á heimavelli og gerði tvö jafntefli við Norðmenn. Það var allt og sumt - því miður.Ísland - Noregur 1-1 0-1 John Arne Riise (10.) 1-1 Eiður Smári Guðjohnsen (29.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: Um 7.000 Dómari: Alexandru Tudor (8)Skot (á mark): 16-12 (5-3)Varin skot: Gunnleifur 2 - Knudsen 2Horn: 5-5Aukaspyrnur fengnar: 14-12Rangstöður: 2-6 Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni og má lesa hana hér: Ísland - Noregur.
Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira