Umfjöllun: Ósanngjarnt jafntefli gegn Norðmönnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. september 2009 17:45 Leikmenn íslenska landsliðsins fagna marki Eiðs Smára í kvöld. Mynd/Daníel Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum. John Arne Riise kom Norðmönnum yfir með marki beint úr aukaspyrnu á tíundu mínútu. Gunnleifur Gunnleifsson markvörður virtist misreikna stefnu boltans og náði ekki að koma í veg fyrir mark. Markið kom gegn gangi leiksins en það var ekki tilfellið þegar Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði metin fyrir Ísland með sínu 24. landsliðsmarki á ferlinum. Það er vitanlega met. Rúrik Gíslason gerði vel þegar hann skallaði boltann fyrir fætur Grétars Rafns Steinssonar. Hann hafði nægan tíma til að gefa góða sendingu inn í teig, beint á kollinn á Eið Smára sem skoraði með góðum skalla. Rúrik Gíslason kom eins og stormsveipur inn í landsliðið og hefði þess vegna getað skorað fyrsta mark leiksins er hann stýrði boltanum í utanverða stöngina eftir laglegan undirbúning Eiðs Smára. Samspil Rúriks og Eiðs Smára var gullfallegt í fyrri hálfleik. Tvívegis var Rúrik við það að komast í úrvalsfæri eftir sendingar Eiðs en fyrsta snertingin sveik Rúrik. En Emil Hallfreðsson hefði átt að koma Íslandi yfir í fyrri hálfleik. Fyrst stóð hann fyrir opnu marki eftir að boltinn barst fyrir eftir hornspyrnu en Emil skóflaði boltanum hátt yfir. Aðeins fimm mínútum síðar, á 37. mínútu, átti Heiðar góða sendingu inn á teig. Emil tímasetti hlaup sitt hárrétt og var einn gegn markverðinum en skallaði framhjá. Afar svekkjandi. Hættulegasta færi Norðmanna eftir markið fékk afmælisbarn dagsins, John Carew, þegar hann var við það að sleppa einn gegn Gunnleifi eftir langa sendingu fram, einkennismerki norska landsliðsins. En Kristján Örn Sigurðsson náði að hlaupa hann uppi og drepa færið. Carew reyndi að fiska víti með leikaraskap en tókst ekki. Síðari hálfleikur var ekki eins góður og sá fyrri enda Norðmenn hreinlega neyddir til að taka sig saman í andlitinu eftir arfaslakan frammistöðu í fyrri hálfleik. En það var samt íslenska liðið sem stjórnaði spilinu lengst af. Ísland sótti oft stíft og sóknirnar voru oft afar efnilegar en færin vantaði. Þar til á 78. mínútu. Brynjar Björn átti sendingu inn á Heiðar Helguson sem var dauðafrír inn á teig og skallaði þá langt framhjá. Norðmenn sóttu nokkuð stíft eftir þetta en sem fyrr var lítið sem ekkert að gerast fyrir framan íslenska markið. Veigar Páll Gunnarsson kom inn á sem varamaður nokkuð seint í leiknum, alveg eins og í fyrri leik liðanna í Noregi. Og alveg eins og í Osló var Veigar hársbreidd frá því að skora sigurmark leiksins. Nú náði reyndar norski markvörðurinn að verja í stöng á einhvern óskiljanlega máta. Heppnin var með gestunum. Heiðar hefði svo getað tryggt Íslandi sigurinn undir lokin. Hann var einn gegn markverðinum eftir góðan undirbúning Eiðs Smára en aftur hitti hann ekki markið. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og Ísland lýkur keppni með fimm stig í riðlinum. Liðið vann Makedóníu á heimavelli og gerði tvö jafntefli við Norðmenn. Það var allt og sumt - því miður.Ísland - Noregur 1-1 0-1 John Arne Riise (10.) 1-1 Eiður Smári Guðjohnsen (29.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: Um 7.000 Dómari: Alexandru Tudor (8)Skot (á mark): 16-12 (5-3)Varin skot: Gunnleifur 2 - Knudsen 2Horn: 5-5Aukaspyrnur fengnar: 14-12Rangstöður: 2-6 Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni og má lesa hana hér: Ísland - Noregur. Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira
Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum. John Arne Riise kom Norðmönnum yfir með marki beint úr aukaspyrnu á tíundu mínútu. Gunnleifur Gunnleifsson markvörður virtist misreikna stefnu boltans og náði ekki að koma í veg fyrir mark. Markið kom gegn gangi leiksins en það var ekki tilfellið þegar Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði metin fyrir Ísland með sínu 24. landsliðsmarki á ferlinum. Það er vitanlega met. Rúrik Gíslason gerði vel þegar hann skallaði boltann fyrir fætur Grétars Rafns Steinssonar. Hann hafði nægan tíma til að gefa góða sendingu inn í teig, beint á kollinn á Eið Smára sem skoraði með góðum skalla. Rúrik Gíslason kom eins og stormsveipur inn í landsliðið og hefði þess vegna getað skorað fyrsta mark leiksins er hann stýrði boltanum í utanverða stöngina eftir laglegan undirbúning Eiðs Smára. Samspil Rúriks og Eiðs Smára var gullfallegt í fyrri hálfleik. Tvívegis var Rúrik við það að komast í úrvalsfæri eftir sendingar Eiðs en fyrsta snertingin sveik Rúrik. En Emil Hallfreðsson hefði átt að koma Íslandi yfir í fyrri hálfleik. Fyrst stóð hann fyrir opnu marki eftir að boltinn barst fyrir eftir hornspyrnu en Emil skóflaði boltanum hátt yfir. Aðeins fimm mínútum síðar, á 37. mínútu, átti Heiðar góða sendingu inn á teig. Emil tímasetti hlaup sitt hárrétt og var einn gegn markverðinum en skallaði framhjá. Afar svekkjandi. Hættulegasta færi Norðmanna eftir markið fékk afmælisbarn dagsins, John Carew, þegar hann var við það að sleppa einn gegn Gunnleifi eftir langa sendingu fram, einkennismerki norska landsliðsins. En Kristján Örn Sigurðsson náði að hlaupa hann uppi og drepa færið. Carew reyndi að fiska víti með leikaraskap en tókst ekki. Síðari hálfleikur var ekki eins góður og sá fyrri enda Norðmenn hreinlega neyddir til að taka sig saman í andlitinu eftir arfaslakan frammistöðu í fyrri hálfleik. En það var samt íslenska liðið sem stjórnaði spilinu lengst af. Ísland sótti oft stíft og sóknirnar voru oft afar efnilegar en færin vantaði. Þar til á 78. mínútu. Brynjar Björn átti sendingu inn á Heiðar Helguson sem var dauðafrír inn á teig og skallaði þá langt framhjá. Norðmenn sóttu nokkuð stíft eftir þetta en sem fyrr var lítið sem ekkert að gerast fyrir framan íslenska markið. Veigar Páll Gunnarsson kom inn á sem varamaður nokkuð seint í leiknum, alveg eins og í fyrri leik liðanna í Noregi. Og alveg eins og í Osló var Veigar hársbreidd frá því að skora sigurmark leiksins. Nú náði reyndar norski markvörðurinn að verja í stöng á einhvern óskiljanlega máta. Heppnin var með gestunum. Heiðar hefði svo getað tryggt Íslandi sigurinn undir lokin. Hann var einn gegn markverðinum eftir góðan undirbúning Eiðs Smára en aftur hitti hann ekki markið. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og Ísland lýkur keppni með fimm stig í riðlinum. Liðið vann Makedóníu á heimavelli og gerði tvö jafntefli við Norðmenn. Það var allt og sumt - því miður.Ísland - Noregur 1-1 0-1 John Arne Riise (10.) 1-1 Eiður Smári Guðjohnsen (29.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: Um 7.000 Dómari: Alexandru Tudor (8)Skot (á mark): 16-12 (5-3)Varin skot: Gunnleifur 2 - Knudsen 2Horn: 5-5Aukaspyrnur fengnar: 14-12Rangstöður: 2-6 Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni og má lesa hana hér: Ísland - Noregur.
Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira