Innlent

Samstaða um brýnustu málin

Alþingi Þingmenn eru flestir sammála um að ekki megi ljúka þingstörfum fyrr en tiltekin brýn frumvörp, önnur en stjórnarskrármálið sem nú er þæft á hverjum þingfundinum á fætur öðrum, hafa verið afgreidd sem lög. Um 120 frumvörp liggja nú fyrir Alþingi en ljóst er að aðeins lítill hluti þeirra verður að lögum fyrir kosningar.

Formenn og varaformenn þingflokka eru sammála um mörg málanna sem nauðsynlegt að afgreiða fyrir kosningar. Þar ber hæst greiðsluaðlögun fasteignaveðlána og hækkun vaxtabóta. Frétta­blaðið spurði þá hvaða mál væru í forgangi að þeirra mati. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×