Ásta: Fínt að spila inni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2009 10:00 Ásta Árnadóttir. Mynd/E. Stefán Ásta Árnadóttir segist lítast vel á að spila inni í Kórnum þegar að Ísland mætir Hollandi í vináttulandsleik í dag klukkan 16.00. „Sumarið á nú að vera komið en það er fínt að geta farið inn," sagði Ásta í samtali við Vísi. Hún sagðist heldur ekki óvön því að spila á gervigrasi þó svo að sumarið væri komið í Svíþjóð þar sem hún spilar nú. „Það eru þó nokkur lið sem spila á gervigrasi í Svíþjóð og við erum því ekki óvanar því," sagði hún. „Og það skiptir í raun ekki máli hvort gervigrasið sé inni eða úti - þetta er allt eins." Hún býst við erfiðri viðureign gegn Hollandi í dag. „Mér líst vel á þennan leik. Við fengum að vita að þær unnu Frakka 2-0 á útivelli og því ljóst að þetta er hörkulið." Ásta leikur með sænska B-deildarliðinu Tyresö og segir hún að dvölin sín þar sé í raun betri en hún átti von á. „Það er frábær umgjörð í kringum liðið og reynt að hafa allt sem flottast. Knattspyrnukonur á Íslandi hafa það þó mjög gott alla vega miðað við það sem ég hef kynnst. En það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt," sagði Ásta. Einum leik er lokið á tímabilinu. „Við mættum nýliðum í deildinni og það var gott lið. Við unnum þær 3-0 en það var alls ekki sjálfgefið að vinna þanna leik. Þessi deild er nokkuð jöfn og verður væntanlega mikil barátta enda mörg góð lið. Við ætlum okkur upp þó það er það ekki sjálfsagt mál að vinna alla okkar leiki." Hún segir að auk Tyresö er búist við því að tvö lið munu berjast um toppsæti hennar riðils en sænska B-deildin skiptist í noður- og suðurriðil. Aðeins eitt lið úr hvorum riðli kemst beint upp. Ásta hefur verið að spila sem vinstri bakvörður með liði sínu en ekki sem miðvörður eins og hún er vön. „Það er gaman að takast á við það verkefni. Þjálfarinn vill að ég sé nokkuð sókndjörf og liðið er einnig duglegt að nýta innköstin," sagði hún en eins og kunnugt er hefur Ásta vakið athygli fyrir svokölluð flikk-flakk-innköst eða heljarstökks-innköst. „Svíarnir hafa ekki séð mikið af þessu og því um að gera að nýta þetta." Íslenski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Ásta Árnadóttir segist lítast vel á að spila inni í Kórnum þegar að Ísland mætir Hollandi í vináttulandsleik í dag klukkan 16.00. „Sumarið á nú að vera komið en það er fínt að geta farið inn," sagði Ásta í samtali við Vísi. Hún sagðist heldur ekki óvön því að spila á gervigrasi þó svo að sumarið væri komið í Svíþjóð þar sem hún spilar nú. „Það eru þó nokkur lið sem spila á gervigrasi í Svíþjóð og við erum því ekki óvanar því," sagði hún. „Og það skiptir í raun ekki máli hvort gervigrasið sé inni eða úti - þetta er allt eins." Hún býst við erfiðri viðureign gegn Hollandi í dag. „Mér líst vel á þennan leik. Við fengum að vita að þær unnu Frakka 2-0 á útivelli og því ljóst að þetta er hörkulið." Ásta leikur með sænska B-deildarliðinu Tyresö og segir hún að dvölin sín þar sé í raun betri en hún átti von á. „Það er frábær umgjörð í kringum liðið og reynt að hafa allt sem flottast. Knattspyrnukonur á Íslandi hafa það þó mjög gott alla vega miðað við það sem ég hef kynnst. En það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt," sagði Ásta. Einum leik er lokið á tímabilinu. „Við mættum nýliðum í deildinni og það var gott lið. Við unnum þær 3-0 en það var alls ekki sjálfgefið að vinna þanna leik. Þessi deild er nokkuð jöfn og verður væntanlega mikil barátta enda mörg góð lið. Við ætlum okkur upp þó það er það ekki sjálfsagt mál að vinna alla okkar leiki." Hún segir að auk Tyresö er búist við því að tvö lið munu berjast um toppsæti hennar riðils en sænska B-deildin skiptist í noður- og suðurriðil. Aðeins eitt lið úr hvorum riðli kemst beint upp. Ásta hefur verið að spila sem vinstri bakvörður með liði sínu en ekki sem miðvörður eins og hún er vön. „Það er gaman að takast á við það verkefni. Þjálfarinn vill að ég sé nokkuð sókndjörf og liðið er einnig duglegt að nýta innköstin," sagði hún en eins og kunnugt er hefur Ásta vakið athygli fyrir svokölluð flikk-flakk-innköst eða heljarstökks-innköst. „Svíarnir hafa ekki séð mikið af þessu og því um að gera að nýta þetta."
Íslenski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira