Innlent

Höfuðpaurinn í Pólstjörnumálinu tekinn með fíkniefni

Sakborningar í Pólstjörnumálinu hylja andlit sín við dómsuppkvaðningu í febrúar í fyrra.
Sakborningar í Pólstjörnumálinu hylja andlit sín við dómsuppkvaðningu í febrúar í fyrra. MYND/GVA
Einar Jökull Einarsson sem fékk þyngsta dóminn í Pólstjörnumálinu svokallaða hefur verið ákærður fyrir vörslu fíkniefna. Einar Jökull afplánar nú níu og hálfs árs fangelsisdóm á Litla Hrauni fyrir að hafa skipulagt smygl á tæpum fjörutíu kílóum af fíkniefnum sem komu hingað til lands með skútu.

Í ákæru kemur fram að hann hafi haft 2,06 grömm af svokölluðu MDMA dufti í fangaklefa númer 335 í fangelsinu að Litla Hrauni. Efnið afhenti Einar fangaverði við klefaleit í febrúar á síðasta ári.

Málið verður þingfest í héraðsdómi Suðurlands í dag en það er lögreglustjórinn á Selfossi sem höfðar málið.

Þess er krafist að Einar Jökull verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á framangreindum fíkniefnum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×