Innlent

Boða til mótmæla á jólatónleikum Fíladelfíu

Mynd/E.Ól.
Hópur samkynhneigðra hefur boðað til mótmæla á jólatónleikum Fíladelfíusafnaðarins. Ástæðan er sú tónlistamanni er meinað að syngja þar vegna kynhneigðar sinnar.

Mótmælendur hafa hóað sig saman á samskiptasíðunni Facabook. Þar eru hommar og lesbíur hvött til að mæta og fara í sleik þegar dagskrá jólatónleika hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu hefst. Fyrir hádegi höfðu meira en 100 manns skráð sig á síðuna.

Ástæðan fyrir mótmælunum er frétt sem birtist í Séð og Heyrt fyrr í vikunni. Þar var rætt við tónlistarmanninn Friðrik Ómar Hjörleifsson sem sagði að samkynhneigt fólk fengi ekki að syngja með kórnum.

Þá hafa verið stofnaðir hópar sem hvetja Ríkissjónvarpið til að sýna ekki frá tónleikunum heldur líta til annarra frambærilegra kóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×