Innlent

Lagt á ráðin um áframhaldandi störf Evu Joly

Ólafur Þór Hauksson
Ólafur Þór Hauksson
Starfsmenn embættis sérstaks saksóknara áttu fyrr í dag áformaðan og reglubundinn fund með Evu Joly sem gegnir hlutverki ráðgjafa við embættið. Fundurinn var árangursríkur og var meðal annars lagt á ráðin um áframhaldandi störf hennar fyrir embættið og ráðgjafa á hennar vegum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Þór Haukssyni sérstökum saksóknara. Þá segir að hann hafi lagt mikl áherslu á að samstarf við Evu Joly gangi vel fyrir sig og hann hafi lagt sig fram um að svo megi verða.

Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag mun Eva Joly vera óánægð með margt varðandi störf sín og heimildir herma að hún íhugi jafnvel að segja upp störfum.

„Fyrirhugaður er fundur með henni aftur á morgun þar sem haldið verður áfram þar sem frá var horfið fyrr í dag. Fréttaflutningur fjölmiðla í dag endurspeglar ekki þau góðu og gagnlegu skoðanaskipti sem fram fóru á fundinum fyrr í dag,"segir í tilkynningunni frá Ólafi.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×