Feeney grunaður um morð í Írak Andri Ólafsson skrifar 13. júní 2009 12:02 Donald Feeney í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 1993. MYND/BRYNJAR GAUTI SVEINSSON Donald Feeney, sem sat í fangelsi á Íslandi fyrir barnsrán, er grunaður um aðild að hrottalegu morði á græna svæðinu í Bagdad. Feeney var handtekinn í síðustu viku ásamt syni sínum en þeir gætu orðið fyrstu bandaríksu verktakarnir sem sóttir verða til saka í Írak. Donald Feeney var mikið í fréttum snemma á tíunda áratugnum eftir að hann tók að sér að ræna tveimur stúlkum frá Íslandi í flóknu forræðismáli. Feeney var dæmdur í eins árs fangelsi en æsilegur flótti hans úr fangelsinu sem endaði í Vestmannaeyjum vakti mikla athygli á sínum tíma. Feeney hefur um langt skeið rekið öryggisfyrirtækið Corparate Training Unlimted sem starfar meðal annars í Írak. Snemma í júní voru Feeney, sonur hans og þrír bandaríkjamenn til viðbótar handteknir í Bagdad grunaðir um aðild að morðinu á James Kitterman sem fannst látinn í bíl í miðborg Bagdad 22. maí sl. Hann hafði verið stunginn til bana og var bundinn á höndum og fótum. Kitterman var sextugur Texasbúi og eigandi verktakafyrirtækis sem starfar í Írak. Bandaríkskar og íraskar sveitir handtóku Feeney og félaga og eru þeir nú í haldi írösku lögreglunnar. Málið hefur hlotið mikla athygli af þeim sökum að Feeney og félagar verða að öllum líkindum fyrstu bandarísku verktakarnir sem sóttir eru til saka í Írak eftir að Bandaríkjamenn réðust inn í landið. Bandarískir verktakar nutu lengi friðhelgi í landinu en henni var aflétt með lagabreytingu. CNN hefur efftir heimildarmönnum sínum í Írak að Feeney haldi fram sakleysi sínu og félaga sinna við yfirheyrslur. Þó eru taldar miklar líkur á að ákæra verði gefin út á hendur honum og að málið fari fyrir dóm. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Donald Feeney, sem sat í fangelsi á Íslandi fyrir barnsrán, er grunaður um aðild að hrottalegu morði á græna svæðinu í Bagdad. Feeney var handtekinn í síðustu viku ásamt syni sínum en þeir gætu orðið fyrstu bandaríksu verktakarnir sem sóttir verða til saka í Írak. Donald Feeney var mikið í fréttum snemma á tíunda áratugnum eftir að hann tók að sér að ræna tveimur stúlkum frá Íslandi í flóknu forræðismáli. Feeney var dæmdur í eins árs fangelsi en æsilegur flótti hans úr fangelsinu sem endaði í Vestmannaeyjum vakti mikla athygli á sínum tíma. Feeney hefur um langt skeið rekið öryggisfyrirtækið Corparate Training Unlimted sem starfar meðal annars í Írak. Snemma í júní voru Feeney, sonur hans og þrír bandaríkjamenn til viðbótar handteknir í Bagdad grunaðir um aðild að morðinu á James Kitterman sem fannst látinn í bíl í miðborg Bagdad 22. maí sl. Hann hafði verið stunginn til bana og var bundinn á höndum og fótum. Kitterman var sextugur Texasbúi og eigandi verktakafyrirtækis sem starfar í Írak. Bandaríkskar og íraskar sveitir handtóku Feeney og félaga og eru þeir nú í haldi írösku lögreglunnar. Málið hefur hlotið mikla athygli af þeim sökum að Feeney og félagar verða að öllum líkindum fyrstu bandarísku verktakarnir sem sóttir eru til saka í Írak eftir að Bandaríkjamenn réðust inn í landið. Bandarískir verktakar nutu lengi friðhelgi í landinu en henni var aflétt með lagabreytingu. CNN hefur efftir heimildarmönnum sínum í Írak að Feeney haldi fram sakleysi sínu og félaga sinna við yfirheyrslur. Þó eru taldar miklar líkur á að ákæra verði gefin út á hendur honum og að málið fari fyrir dóm.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira