Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás 3. október 2009 06:15 Rannveig Rist. Vísir/GVA Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru í andlitið morguninn eftir að skemmdarverk voru unnin á heimili hennar í byrjun ágúst. Sýrubruninn var það alvarlegur að hún hlaut sár í andlitið sem mun skilja eftir sig ör. Rannveig staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær en vildi ekki gera mikið úr meiðslum sínum. Atvikið átti sér stað 5. ágúst síðastliðinn. Þá um nóttina voru unnin skemmdarverk á heimili hennar í Garðabæ. Komið hefur fram að málningu var skvett á íbúðarhúsið en nú liggur fyrir að þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubifreiðar um morguninn skvettist sýra úr hurðarfalsinu framan í hana rétt neðan við hægra augað. Rannveig vill ekki tjá sig um atvikið frekar eða hvort hún hafi verið ein á ferð. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir málið litið mjög alvarlegum augum og hafi verið tekið föstum tökum. Hann vill hins vegar ekkert tjá sig frekar um rannsóknina. Komið hefur fram að lögregla hefur til rannsóknar á annan tug mála þar sem skemmdarverk hafa verið unnin á heimilum fólks úr fjármála- og orkugeiranum. Öll málin eiga það sammerkt að málningu hefur verið skvett á eigur fólks en sýru var einnig beitt þegar skemmdarverk voru unnin á heimili Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var notuð sýra sem ekki er lengur talin nothæf í iðnaði hér á landi. Efnið, sem var nýtt til að leysa upp lakk, þótti of hættulegt. Heimildir Fréttablaðsins herma að árásirnar hafi þótt það alvarlegar að yfirmenn lögreglunnar hafi fundað sérstaklega með forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem árásunum hefur verið beint gegn. Það fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. - shá Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru í andlitið morguninn eftir að skemmdarverk voru unnin á heimili hennar í byrjun ágúst. Sýrubruninn var það alvarlegur að hún hlaut sár í andlitið sem mun skilja eftir sig ör. Rannveig staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær en vildi ekki gera mikið úr meiðslum sínum. Atvikið átti sér stað 5. ágúst síðastliðinn. Þá um nóttina voru unnin skemmdarverk á heimili hennar í Garðabæ. Komið hefur fram að málningu var skvett á íbúðarhúsið en nú liggur fyrir að þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubifreiðar um morguninn skvettist sýra úr hurðarfalsinu framan í hana rétt neðan við hægra augað. Rannveig vill ekki tjá sig um atvikið frekar eða hvort hún hafi verið ein á ferð. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir málið litið mjög alvarlegum augum og hafi verið tekið föstum tökum. Hann vill hins vegar ekkert tjá sig frekar um rannsóknina. Komið hefur fram að lögregla hefur til rannsóknar á annan tug mála þar sem skemmdarverk hafa verið unnin á heimilum fólks úr fjármála- og orkugeiranum. Öll málin eiga það sammerkt að málningu hefur verið skvett á eigur fólks en sýru var einnig beitt þegar skemmdarverk voru unnin á heimili Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var notuð sýra sem ekki er lengur talin nothæf í iðnaði hér á landi. Efnið, sem var nýtt til að leysa upp lakk, þótti of hættulegt. Heimildir Fréttablaðsins herma að árásirnar hafi þótt það alvarlegar að yfirmenn lögreglunnar hafi fundað sérstaklega með forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem árásunum hefur verið beint gegn. Það fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. - shá
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira