OR og lífeyrissjóðir ræða um Hellisheiði 15. október 2009 06:00 Eftir er að ljúka fjármögnun lokaáfanga Hellisheiðarvirkjunar sem nú er rædd milli OR og lífeyrissjóða. fréttablaðið/vilhelm Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur og forsvarsmenn stórra lífeyrissjóða hafa rætt aðkomu sjóðanna að fjármögnun við stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Orkuveitan þarf að fjármagna fimm milljarða veituframkvæmdir á Vesturlandi. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segir að fyrirtækið sé með skuldabréfaútboð í gangi á innlendum markaði sem meðal annarra sé verið að kynna lífeyrissjóðunum. Útboðið er tíu milljarðar króna og er ætlað til fjármögnunar á hluta af stækkun Hellisheiðarvirkjunar auk annarra aðkallandi verkefna. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá bíða forsvarsmenn Orkuveitunnar svars frá Evrópska fjárfestingarbankanum um þrjátíu milljarða króna lán til uppbyggingar á Hellisheiði. Hjörleifur segir að skuldabréfaútgáfan tengist evrópska láninu ekkert og ekki sé um varaáætlun að ræða, bregðist sú lántaka. Fjármögnun innanlands með útgáfu skuldabréfa yrði haldið áfram þó að evrópska lánið skilaði sér. „Við stöndum í miklum framkvæmdum annars staðar en á Hellisheiði. Við erum með fimm milljarða veituframkvæmdir á Vesturlandi sem eftir er að fjármagna. Við gerðum ráð fyrir að fjármagna þær með erlendri lántöku sem ekki tókst og því var ákveðið að fjármagna það hér innanlands,“ segir Hjörleifur. Hann segir að fyrirtækið hafi að undanförnu þurft að fjármagna sig með skammtímalánum. Skuldabréfaútboðið sé því einnig hugsað til endurfjármögnunar þeirra lána til lengri tíma. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að viðræðurnar hafi átt sér stað að undanförnu og að þeim hafi komið nokkrir stórir lífeyrissjóðir. Hann nafngreinir þá ekki en áréttar að viðræðurnar séu ekki samanburðarhæfar við hugsanlega þátttöku sjóðanna í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar. „Sú framkvæmd tengist stöðugleikasáttmálanum beint en viðræður lífeyrissjóða og Orkuveitunnar eru hefðbundnar samræður um fjárfestingartækifæri,“ segir Arnar. svavar@frettabladid.is arnar sigurmundsson Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur og forsvarsmenn stórra lífeyrissjóða hafa rætt aðkomu sjóðanna að fjármögnun við stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Orkuveitan þarf að fjármagna fimm milljarða veituframkvæmdir á Vesturlandi. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segir að fyrirtækið sé með skuldabréfaútboð í gangi á innlendum markaði sem meðal annarra sé verið að kynna lífeyrissjóðunum. Útboðið er tíu milljarðar króna og er ætlað til fjármögnunar á hluta af stækkun Hellisheiðarvirkjunar auk annarra aðkallandi verkefna. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá bíða forsvarsmenn Orkuveitunnar svars frá Evrópska fjárfestingarbankanum um þrjátíu milljarða króna lán til uppbyggingar á Hellisheiði. Hjörleifur segir að skuldabréfaútgáfan tengist evrópska láninu ekkert og ekki sé um varaáætlun að ræða, bregðist sú lántaka. Fjármögnun innanlands með útgáfu skuldabréfa yrði haldið áfram þó að evrópska lánið skilaði sér. „Við stöndum í miklum framkvæmdum annars staðar en á Hellisheiði. Við erum með fimm milljarða veituframkvæmdir á Vesturlandi sem eftir er að fjármagna. Við gerðum ráð fyrir að fjármagna þær með erlendri lántöku sem ekki tókst og því var ákveðið að fjármagna það hér innanlands,“ segir Hjörleifur. Hann segir að fyrirtækið hafi að undanförnu þurft að fjármagna sig með skammtímalánum. Skuldabréfaútboðið sé því einnig hugsað til endurfjármögnunar þeirra lána til lengri tíma. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að viðræðurnar hafi átt sér stað að undanförnu og að þeim hafi komið nokkrir stórir lífeyrissjóðir. Hann nafngreinir þá ekki en áréttar að viðræðurnar séu ekki samanburðarhæfar við hugsanlega þátttöku sjóðanna í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar. „Sú framkvæmd tengist stöðugleikasáttmálanum beint en viðræður lífeyrissjóða og Orkuveitunnar eru hefðbundnar samræður um fjárfestingartækifæri,“ segir Arnar. svavar@frettabladid.is arnar sigurmundsson
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira