Erlent

Sakaðir um bruðl

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, á undir högg að sækja en vinsældir ríkisstjórnar Verkamannafloksins hans hafa dvínað og Íhaldsflokknum spáð sigri í næstu kosningum.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, á undir högg að sækja en vinsældir ríkisstjórnar Verkamannafloksins hans hafa dvínað og Íhaldsflokknum spáð sigri í næstu kosningum. MYND/AP

Brown forsætisráðherra Bretlands varð fyrir enn einu áfallinu í morgun þegar breska blaðið Telegraph birti upplýsingar um endurgreiðslur af opinberu fé til 13 ráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins vegna útgjalda sem hægt er að endurgreidd. Brown og fleiri ráðherrar eru sakaðir um að bruðla með almannafé.

Telegraph hefur undir höndum afrit af kvittunum sem blaðið segir sýna Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hafi greitt bróður sínum Andrew ríflega 6.500 hundruð pund af almannafé eða sem nemur meira en einni 1,2 milljónum króna vegna þrifa á íbúðum þeirra beggja. Ennig mun Brown tvívegis hafa fengið endurgreiðslu fyrir sömu viðgerð pípulagningarmanns í íbúð sinni í Westminster.

Fleiri ráðherrar eru til umræðu og margar greiðslurnar tengjast heimilum sem ráðherranir halda í kjördæmum sínum. Hús sem þeir eru sagðir nota sjaldan. Það á meðal annars við um þungaviktarráðherra á borð við Mandelson lávarð sem tók nýlega við sem viðskiptaráðherra, og David Miliband utanríkisráðherra.

Talsmaður forsætisráðherrans segir ekkert óeðlilegt við greiðslur til bróðru Browns. Þeir bræður hafi ráðið sama hreingerningarfyrirtækið og Andrew gert upp við það. Því hafi forsætisráðherran borgað honum og bróðri hans ekki grætt neitt.

Telegraph boðar frekari fréttir næstu daga um þingmenn annarra flotta á breska þinginu.

Blaðið segir þingmenn leika þann leik að færa lögheimili sín á víxl milli Lundúna og kjördæma sinna til að geta fengið endurgreiðslur vegna framkvæmda hverju sinni. Þær greiðslur séu yfirleitt innan marka en þingmenn hafi sjálfir sett reglur um hámarksendurgreiðslur og margir nýti þær að fullu.

Uppljóstranir Telegraph í dag eru vandræðalegar fyrir forsætisráðherrann en hann reyndi fyrir skömmu að fá reglum um endurgreiðslur breytt en kom því ekki í gegnum þingið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×