Óttast um börnin og berst gegn GSM-sendi 17. september 2009 04:00 Andrína G. Jónsdóttir Íbúi í Grindavík hefur kært til bæjaryfirvalda uppsetningu á átján metra háum GSM-sendi í tuttugu metra fjarlægð frá húsi hans. Byrjað var að reisa sendinn áður en hann var grenndarkynntur, en eftir kæru Guðmundar Sverris Ólafssonar er það ferli hafið. Guðmundur safnar nú undirskriftum gegn sendinum. „Ég á börn og barnabörn og kæri mig ekkert um svona geislun. Svo er dónaskapur að útskýra ekki fyrir fólki hvað er á ferðinni áður en framkvæmdin er hafin,“ segir Guðmundur. Ofan á allt hafi verið lagðar fram rangar teikningar á síðbúnum fundi með íbúum. Hann bendir á að í um hundrað metra fjarlægð frá mastrinu sé Grunnskóli Grindavíkur, leiksvæði barna í um sextíu metra fjarlægð og leikskóli skammt undan. „Það er allt ungviðið okkar hérna meira og minna undir þessu,“ segir hann. Afar skipt sjónarmið eru uppi meðal vísindamanna um áhrif GSM-bylgna á heilsufar. Ríkjandi skoðun á Íslandi var lýst í blaðinu í gær, með viðtali við fagstjóra hjá Geislavörnum. Þar er talið að þörf sé á varkárni, sérstaklega um GSM-notkun barna, en þó stuðst við staðla ESB, sem leyfa mun sterkari bylgjur en víða annars staðar. Síðasta haust var sett upp GSM-mastur ofan á Klébergsskóla á Kjalarnesi. Andrína G. Jónsdóttir kennari fann fljótlega fyrir áhrifum af sendinum en ábendingar hennar fengu ekki hljómgrunn meðal eftirlitsstofnana: „Ég fékk són í höfuðið og var óeðlilega þreytt og dofin eftir daginn. Átti erfitt með að einbeita mér,“ segir hún. Einnig hafi hún tekið eftir breyttri hegðun nemenda: „Mjög klárir krakkar og áhugasamir hættu skyndilega að bæta sig í lestri og urðu eirðarlausir,“ segir hún. Andrína er nú í veikindaleyfi frá kennslu. Slík möstur standa nú á mörgum skólum, elliheimilum og sjúkrahúsum í borginni. „Ég leitaði til Vinnueftirlitsins og þar sögðu þeir mér að fara til sálfræðings. Hjá Geislaeftirlitinu kæra þeir sig ekki um aðrar skýrslur en þær sem þeir hafa nú þegar.“ Loks leitaði Andrína til byggingafulltrúa hjá borginni. „Hann sagðist ekki hafa veitt leyfið og að hann vissi ekki hvert ég ætti að leita. Ég held að það sé engin kortlagning um hversu mörg svona möstur eru hér í Reykjavík,“ segir Andrína. klemens@frettabladid.is Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Íbúi í Grindavík hefur kært til bæjaryfirvalda uppsetningu á átján metra háum GSM-sendi í tuttugu metra fjarlægð frá húsi hans. Byrjað var að reisa sendinn áður en hann var grenndarkynntur, en eftir kæru Guðmundar Sverris Ólafssonar er það ferli hafið. Guðmundur safnar nú undirskriftum gegn sendinum. „Ég á börn og barnabörn og kæri mig ekkert um svona geislun. Svo er dónaskapur að útskýra ekki fyrir fólki hvað er á ferðinni áður en framkvæmdin er hafin,“ segir Guðmundur. Ofan á allt hafi verið lagðar fram rangar teikningar á síðbúnum fundi með íbúum. Hann bendir á að í um hundrað metra fjarlægð frá mastrinu sé Grunnskóli Grindavíkur, leiksvæði barna í um sextíu metra fjarlægð og leikskóli skammt undan. „Það er allt ungviðið okkar hérna meira og minna undir þessu,“ segir hann. Afar skipt sjónarmið eru uppi meðal vísindamanna um áhrif GSM-bylgna á heilsufar. Ríkjandi skoðun á Íslandi var lýst í blaðinu í gær, með viðtali við fagstjóra hjá Geislavörnum. Þar er talið að þörf sé á varkárni, sérstaklega um GSM-notkun barna, en þó stuðst við staðla ESB, sem leyfa mun sterkari bylgjur en víða annars staðar. Síðasta haust var sett upp GSM-mastur ofan á Klébergsskóla á Kjalarnesi. Andrína G. Jónsdóttir kennari fann fljótlega fyrir áhrifum af sendinum en ábendingar hennar fengu ekki hljómgrunn meðal eftirlitsstofnana: „Ég fékk són í höfuðið og var óeðlilega þreytt og dofin eftir daginn. Átti erfitt með að einbeita mér,“ segir hún. Einnig hafi hún tekið eftir breyttri hegðun nemenda: „Mjög klárir krakkar og áhugasamir hættu skyndilega að bæta sig í lestri og urðu eirðarlausir,“ segir hún. Andrína er nú í veikindaleyfi frá kennslu. Slík möstur standa nú á mörgum skólum, elliheimilum og sjúkrahúsum í borginni. „Ég leitaði til Vinnueftirlitsins og þar sögðu þeir mér að fara til sálfræðings. Hjá Geislaeftirlitinu kæra þeir sig ekki um aðrar skýrslur en þær sem þeir hafa nú þegar.“ Loks leitaði Andrína til byggingafulltrúa hjá borginni. „Hann sagðist ekki hafa veitt leyfið og að hann vissi ekki hvert ég ætti að leita. Ég held að það sé engin kortlagning um hversu mörg svona möstur eru hér í Reykjavík,“ segir Andrína. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira