Óttast um börnin og berst gegn GSM-sendi 17. september 2009 04:00 Andrína G. Jónsdóttir Íbúi í Grindavík hefur kært til bæjaryfirvalda uppsetningu á átján metra háum GSM-sendi í tuttugu metra fjarlægð frá húsi hans. Byrjað var að reisa sendinn áður en hann var grenndarkynntur, en eftir kæru Guðmundar Sverris Ólafssonar er það ferli hafið. Guðmundur safnar nú undirskriftum gegn sendinum. „Ég á börn og barnabörn og kæri mig ekkert um svona geislun. Svo er dónaskapur að útskýra ekki fyrir fólki hvað er á ferðinni áður en framkvæmdin er hafin,“ segir Guðmundur. Ofan á allt hafi verið lagðar fram rangar teikningar á síðbúnum fundi með íbúum. Hann bendir á að í um hundrað metra fjarlægð frá mastrinu sé Grunnskóli Grindavíkur, leiksvæði barna í um sextíu metra fjarlægð og leikskóli skammt undan. „Það er allt ungviðið okkar hérna meira og minna undir þessu,“ segir hann. Afar skipt sjónarmið eru uppi meðal vísindamanna um áhrif GSM-bylgna á heilsufar. Ríkjandi skoðun á Íslandi var lýst í blaðinu í gær, með viðtali við fagstjóra hjá Geislavörnum. Þar er talið að þörf sé á varkárni, sérstaklega um GSM-notkun barna, en þó stuðst við staðla ESB, sem leyfa mun sterkari bylgjur en víða annars staðar. Síðasta haust var sett upp GSM-mastur ofan á Klébergsskóla á Kjalarnesi. Andrína G. Jónsdóttir kennari fann fljótlega fyrir áhrifum af sendinum en ábendingar hennar fengu ekki hljómgrunn meðal eftirlitsstofnana: „Ég fékk són í höfuðið og var óeðlilega þreytt og dofin eftir daginn. Átti erfitt með að einbeita mér,“ segir hún. Einnig hafi hún tekið eftir breyttri hegðun nemenda: „Mjög klárir krakkar og áhugasamir hættu skyndilega að bæta sig í lestri og urðu eirðarlausir,“ segir hún. Andrína er nú í veikindaleyfi frá kennslu. Slík möstur standa nú á mörgum skólum, elliheimilum og sjúkrahúsum í borginni. „Ég leitaði til Vinnueftirlitsins og þar sögðu þeir mér að fara til sálfræðings. Hjá Geislaeftirlitinu kæra þeir sig ekki um aðrar skýrslur en þær sem þeir hafa nú þegar.“ Loks leitaði Andrína til byggingafulltrúa hjá borginni. „Hann sagðist ekki hafa veitt leyfið og að hann vissi ekki hvert ég ætti að leita. Ég held að það sé engin kortlagning um hversu mörg svona möstur eru hér í Reykjavík,“ segir Andrína. klemens@frettabladid.is Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Íbúi í Grindavík hefur kært til bæjaryfirvalda uppsetningu á átján metra háum GSM-sendi í tuttugu metra fjarlægð frá húsi hans. Byrjað var að reisa sendinn áður en hann var grenndarkynntur, en eftir kæru Guðmundar Sverris Ólafssonar er það ferli hafið. Guðmundur safnar nú undirskriftum gegn sendinum. „Ég á börn og barnabörn og kæri mig ekkert um svona geislun. Svo er dónaskapur að útskýra ekki fyrir fólki hvað er á ferðinni áður en framkvæmdin er hafin,“ segir Guðmundur. Ofan á allt hafi verið lagðar fram rangar teikningar á síðbúnum fundi með íbúum. Hann bendir á að í um hundrað metra fjarlægð frá mastrinu sé Grunnskóli Grindavíkur, leiksvæði barna í um sextíu metra fjarlægð og leikskóli skammt undan. „Það er allt ungviðið okkar hérna meira og minna undir þessu,“ segir hann. Afar skipt sjónarmið eru uppi meðal vísindamanna um áhrif GSM-bylgna á heilsufar. Ríkjandi skoðun á Íslandi var lýst í blaðinu í gær, með viðtali við fagstjóra hjá Geislavörnum. Þar er talið að þörf sé á varkárni, sérstaklega um GSM-notkun barna, en þó stuðst við staðla ESB, sem leyfa mun sterkari bylgjur en víða annars staðar. Síðasta haust var sett upp GSM-mastur ofan á Klébergsskóla á Kjalarnesi. Andrína G. Jónsdóttir kennari fann fljótlega fyrir áhrifum af sendinum en ábendingar hennar fengu ekki hljómgrunn meðal eftirlitsstofnana: „Ég fékk són í höfuðið og var óeðlilega þreytt og dofin eftir daginn. Átti erfitt með að einbeita mér,“ segir hún. Einnig hafi hún tekið eftir breyttri hegðun nemenda: „Mjög klárir krakkar og áhugasamir hættu skyndilega að bæta sig í lestri og urðu eirðarlausir,“ segir hún. Andrína er nú í veikindaleyfi frá kennslu. Slík möstur standa nú á mörgum skólum, elliheimilum og sjúkrahúsum í borginni. „Ég leitaði til Vinnueftirlitsins og þar sögðu þeir mér að fara til sálfræðings. Hjá Geislaeftirlitinu kæra þeir sig ekki um aðrar skýrslur en þær sem þeir hafa nú þegar.“ Loks leitaði Andrína til byggingafulltrúa hjá borginni. „Hann sagðist ekki hafa veitt leyfið og að hann vissi ekki hvert ég ætti að leita. Ég held að það sé engin kortlagning um hversu mörg svona möstur eru hér í Reykjavík,“ segir Andrína. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira