Óttast um börnin og berst gegn GSM-sendi 17. september 2009 04:00 Andrína G. Jónsdóttir Íbúi í Grindavík hefur kært til bæjaryfirvalda uppsetningu á átján metra háum GSM-sendi í tuttugu metra fjarlægð frá húsi hans. Byrjað var að reisa sendinn áður en hann var grenndarkynntur, en eftir kæru Guðmundar Sverris Ólafssonar er það ferli hafið. Guðmundur safnar nú undirskriftum gegn sendinum. „Ég á börn og barnabörn og kæri mig ekkert um svona geislun. Svo er dónaskapur að útskýra ekki fyrir fólki hvað er á ferðinni áður en framkvæmdin er hafin,“ segir Guðmundur. Ofan á allt hafi verið lagðar fram rangar teikningar á síðbúnum fundi með íbúum. Hann bendir á að í um hundrað metra fjarlægð frá mastrinu sé Grunnskóli Grindavíkur, leiksvæði barna í um sextíu metra fjarlægð og leikskóli skammt undan. „Það er allt ungviðið okkar hérna meira og minna undir þessu,“ segir hann. Afar skipt sjónarmið eru uppi meðal vísindamanna um áhrif GSM-bylgna á heilsufar. Ríkjandi skoðun á Íslandi var lýst í blaðinu í gær, með viðtali við fagstjóra hjá Geislavörnum. Þar er talið að þörf sé á varkárni, sérstaklega um GSM-notkun barna, en þó stuðst við staðla ESB, sem leyfa mun sterkari bylgjur en víða annars staðar. Síðasta haust var sett upp GSM-mastur ofan á Klébergsskóla á Kjalarnesi. Andrína G. Jónsdóttir kennari fann fljótlega fyrir áhrifum af sendinum en ábendingar hennar fengu ekki hljómgrunn meðal eftirlitsstofnana: „Ég fékk són í höfuðið og var óeðlilega þreytt og dofin eftir daginn. Átti erfitt með að einbeita mér,“ segir hún. Einnig hafi hún tekið eftir breyttri hegðun nemenda: „Mjög klárir krakkar og áhugasamir hættu skyndilega að bæta sig í lestri og urðu eirðarlausir,“ segir hún. Andrína er nú í veikindaleyfi frá kennslu. Slík möstur standa nú á mörgum skólum, elliheimilum og sjúkrahúsum í borginni. „Ég leitaði til Vinnueftirlitsins og þar sögðu þeir mér að fara til sálfræðings. Hjá Geislaeftirlitinu kæra þeir sig ekki um aðrar skýrslur en þær sem þeir hafa nú þegar.“ Loks leitaði Andrína til byggingafulltrúa hjá borginni. „Hann sagðist ekki hafa veitt leyfið og að hann vissi ekki hvert ég ætti að leita. Ég held að það sé engin kortlagning um hversu mörg svona möstur eru hér í Reykjavík,“ segir Andrína. klemens@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Íbúi í Grindavík hefur kært til bæjaryfirvalda uppsetningu á átján metra háum GSM-sendi í tuttugu metra fjarlægð frá húsi hans. Byrjað var að reisa sendinn áður en hann var grenndarkynntur, en eftir kæru Guðmundar Sverris Ólafssonar er það ferli hafið. Guðmundur safnar nú undirskriftum gegn sendinum. „Ég á börn og barnabörn og kæri mig ekkert um svona geislun. Svo er dónaskapur að útskýra ekki fyrir fólki hvað er á ferðinni áður en framkvæmdin er hafin,“ segir Guðmundur. Ofan á allt hafi verið lagðar fram rangar teikningar á síðbúnum fundi með íbúum. Hann bendir á að í um hundrað metra fjarlægð frá mastrinu sé Grunnskóli Grindavíkur, leiksvæði barna í um sextíu metra fjarlægð og leikskóli skammt undan. „Það er allt ungviðið okkar hérna meira og minna undir þessu,“ segir hann. Afar skipt sjónarmið eru uppi meðal vísindamanna um áhrif GSM-bylgna á heilsufar. Ríkjandi skoðun á Íslandi var lýst í blaðinu í gær, með viðtali við fagstjóra hjá Geislavörnum. Þar er talið að þörf sé á varkárni, sérstaklega um GSM-notkun barna, en þó stuðst við staðla ESB, sem leyfa mun sterkari bylgjur en víða annars staðar. Síðasta haust var sett upp GSM-mastur ofan á Klébergsskóla á Kjalarnesi. Andrína G. Jónsdóttir kennari fann fljótlega fyrir áhrifum af sendinum en ábendingar hennar fengu ekki hljómgrunn meðal eftirlitsstofnana: „Ég fékk són í höfuðið og var óeðlilega þreytt og dofin eftir daginn. Átti erfitt með að einbeita mér,“ segir hún. Einnig hafi hún tekið eftir breyttri hegðun nemenda: „Mjög klárir krakkar og áhugasamir hættu skyndilega að bæta sig í lestri og urðu eirðarlausir,“ segir hún. Andrína er nú í veikindaleyfi frá kennslu. Slík möstur standa nú á mörgum skólum, elliheimilum og sjúkrahúsum í borginni. „Ég leitaði til Vinnueftirlitsins og þar sögðu þeir mér að fara til sálfræðings. Hjá Geislaeftirlitinu kæra þeir sig ekki um aðrar skýrslur en þær sem þeir hafa nú þegar.“ Loks leitaði Andrína til byggingafulltrúa hjá borginni. „Hann sagðist ekki hafa veitt leyfið og að hann vissi ekki hvert ég ætti að leita. Ég held að það sé engin kortlagning um hversu mörg svona möstur eru hér í Reykjavík,“ segir Andrína. klemens@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira