Innlent

Talningu lokið

Nú er talningu lokið í Alþingiskosningunum. 193.934 greiddu atkvæði en síðustu tölur komu frá Norðausturkjördæmi. Úrslit kosninganna eru á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn missir níu þingmenn á landsvísu, með 22.9 prósent og fá þeir 16 þingmenn kjörna.

Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með 28.8 prósenta fylgi. Þeir bæta við sig tveimur nýjum þingmönnum.

Framsóknarflokkurinn er með 14,3 prósent en það er talsvert betra en síðast og bætir flokkurinn við sig tveimur þingmönnum.

Borgarahreyfingin er að vinna stórsigur og fá fjóra þingmenn samkvæmt nýjustu tölum. Alls fengju þau 7,0 prósent atkvæða.

Frjálslyndi flokkurin missti alla sína menn í kosningunum.

Lýðræðishreyfingin er með 0,6 prósent og ná engum manni inn á þing.

Vinstri grænir eru einnig að fá góða kosningu en flokkurinn bætir við sig fimm þingmönnum. Þar af er Steingrímur J. Sigfússon fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis sem er í fyrsta skipti í sögunni sem flokkurinn leiðir kjördæmi. Fylgi VG er þó aðeins minna en skoðannakannanir fyrir kosningar höfðu verið að sýna, eða 20,9 prósent.

Tölurnar skiptast svona niður eftir kjördæmum. Allar tölurnar eru í prósentum.

Suðvesturkjördæmi

B -11,2

D - 26,8

F - 1,5

O - 8,8

P - 0,6

S - 31,1

V - 16,8

Norðausturkjördæmi

B - 24,4

D - 16,8

F - 1,6

O - 2,8

P - 0,3

S - 21,9

V -28,6

Reykjavík norður

B - 9,3

D - 20,6

F - 1,5

O - 9,2

P - 0,9

S - 31,8

V - 23,2



Reykjavík suður

B - 9,3

D - 22,2

F - 1,9

O - 8,3

P - 0,6

S - 31,6

V - 22,0









Norðvesturkjördæmi

B - 21,8

D - 22,2

F - 5,1

O - 3,2

P - 0,4

S - 22,0

V - 22,1



Suðurland

B - 19,4

D - 25,4

F - 3,0

O - 5,0

P - 0,5

S - 27,1

V -16,6




Fleiri fréttir

Sjá meira


×