Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, viðurkennir að menn hafi verið reiðir í búningsklefa liðsins í hálfleik í leik liðsins gegn Liverpool í gær.
Liverpool skoraði tvö mörk í fyrir hálfleik er liðin mættust í síðari viðureign sinni í Meistaradeild Evrópu í gær. Liverpool hefði dugað 3-0 sigur til að komast áfram í undanúrslitin.
„Við vorum reiðir. Sérstaklega vegna þess að við byrjuðum ekki eins og við ætluðum okkur að gera," sagði Hiddink í samtali við enska fjölmiðla eftir leik.
„Við vitum hversu sterkt lið Liverpool er og það þýðir ekki að gefa þeim jafn mikið svæði og við gerðum."
„Við ræddum við leikmenn í hálfleik og það er satt að maður missir stundum stjórn á skapi sínu. En leikmenn vissu vel að þetta var ekki nægilega góð frammistaða."
Leiknum lauk á endanum með 4-4 jafntefli og komst því Chelsea áfram.
„Þetta var einn af þessum leikjum þar sem allir gerðu mikið af mistökum. Það gerði leikinn svo skemmtilegan."
Hiddink: Við vorum reiðir í hállfiek
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið







„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni
Íslenski boltinn
