Innlent

Sigmundur vill tvö ný álver

Ljúka ætti byggingu álvera á Bakka og í Helguvík. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins í viðtali í Kastljósinu í kvöld. Sigmundur sagði þjóðina ekki hafa efni á öðru í núverandi árferði. Hún þyrfti nauðsynlega á allri atvinnuuppbyggingu að halda.

Sigmundur sagðist ekki telja að umhverfisskaði vegna álveranna tveggja yrði mikill miðað við þau áform sem þar væru uppi um orkuframleiðslu.

Hann sagði stórum hluta Framsóknarmanna svíða ímynd flokksins í umhverfismálum. Framsóknarflokkurinn hafi alltaf verið mjög umhverfissinnaður og lagt mikla áherslu á náttúru Íslands, landgræðslu og skógrækt. Efla þyrfti það starf. Í framhaldi af byggingu álveranna þyrti svo að marka stefnu þar sem náttúran er látin njóta forgangs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×