Roberto Donadoni, fyrrum landsliðsþjálfari Ítala, verður næsti þjálfari ítalska liðsins Napoli en félagið rak fyrirrennara hans Edy Reja á dögunum.
Donadoni hefur verið atvinnulaus síðan að hann var rekinn sem landsliðsþjálfari Ítala eftir að ítalska landsliðið datt úr fyrir Spáni í 8 liða úrslitum EM 2008. Ítalir eru núverandi Heimsmeistarar í knattspyrnu.
Donadoni lék sjálfur 63 landsleiki fyrir Ítala og gerði garðinn frægan hjá AC Milan á árunum 1986 til 1996. Hann reyndi fyrir sér í Bandaríkjunum með New York/New Jersey MetroStars og í Sádí-Arabíu með Al-Ittihad áður en hann lagði skónna upp á hillu.
Edy Reja var búinn að stýra Napoli í fimm tímabil og koma þeim upp í A-deildina aftur eftir að liðið hafi verið í C-deildinni. Napoli er sem stendur í 11. sæti ítaölsku deildarinnar en liðið hefur tapað níu leikjum í röð eftir góða byrjun.