Gangstéttarhellan sem rotaði lögreglumanninn var 3,5 kíló 22. janúar 2009 12:29 Lögreglumenn urðu allir fyrir grjótkasti í gær. NORDICPHOTSO/ÞORGEIR Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir ekki standa til að taka harðar á mótmælendum eftir atburði gærdagsins. Lögreglan meti aðstæður hverju sinni og hingað til hafi hún sýnt þolinmæði. Breyting hafi hinsvegar orðið á því í gær. Lögregluþjónn rotaðist eftir að hafa fengið steinhnullung sem vó 3,5 kg í höfuðið. Áður hafði hann fengið 3 til 4 hnullunga í sig. Stefán segir að tekið verði á grjótkösturunum af fullri hörku. „Við höfum ekki gripið til aðgerða hingað til nema það hafi verið lífsnauðsynlegt, hvort heldur sé með piparúða, kylfur og svo táragas í gærkvöldi," segir Stefán og bendir á að í nótt þegar gasinu var sleppt hafi lögreglan staðið frammi fyrir alvarlegum aðsúg sem gerður var að lögreglu fyrirvaralaust. „Það rigndi grjóti yfir lögreglumenn, stórum hnullungum, múrsteinum og ýmsu öðru. Þar slösuðust tveir alvarlega og á sama tíma var stórt bál kveikt fyrir framan þinghúsið og bensíni var skvett á aðaldyrnar og reynt að kveikja í. Okkar mat var að nauðsynlegt væri að tryggja að ekki yrði kveikt í og að mótmælendur eða lögregla myndu slasast alvarlega. Því ákváðum við að brjóta upp þennan hóp," segir Stefán. Hann segir ágætlega hafa gengið að rýma Austurvöll og þá hafi lögreglumenn einnig farið og reynt að verja Stjórnarráðið en þar voru rúður brotnar og skemmdir unnar. „Það þarf mikinn ásetning og einbeitann brotavilja til þess að kasta hnullungi sem er 3,5 kíló af fullu afli," segir Stefán en það var þyngdin á hnullungnum sem rotaði einn lögreglumann sem missti meðvitund við höggið. Hann segir alla lögreglumennina hafa orðið fyrir grjótkasti. Enginn var hinsvegar handtekinn í gær en Stefán segir að lögreglan eigi töluvert af myndefni frá atburðunum úr öryggismyndavélum. „Þar sjást hverjir það eru sem eru að kasta grjóti og við munum fara vel og vandlega yfir það. Því verður síðan fylgt eftir af fullri hörku." Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir ekki standa til að taka harðar á mótmælendum eftir atburði gærdagsins. Lögreglan meti aðstæður hverju sinni og hingað til hafi hún sýnt þolinmæði. Breyting hafi hinsvegar orðið á því í gær. Lögregluþjónn rotaðist eftir að hafa fengið steinhnullung sem vó 3,5 kg í höfuðið. Áður hafði hann fengið 3 til 4 hnullunga í sig. Stefán segir að tekið verði á grjótkösturunum af fullri hörku. „Við höfum ekki gripið til aðgerða hingað til nema það hafi verið lífsnauðsynlegt, hvort heldur sé með piparúða, kylfur og svo táragas í gærkvöldi," segir Stefán og bendir á að í nótt þegar gasinu var sleppt hafi lögreglan staðið frammi fyrir alvarlegum aðsúg sem gerður var að lögreglu fyrirvaralaust. „Það rigndi grjóti yfir lögreglumenn, stórum hnullungum, múrsteinum og ýmsu öðru. Þar slösuðust tveir alvarlega og á sama tíma var stórt bál kveikt fyrir framan þinghúsið og bensíni var skvett á aðaldyrnar og reynt að kveikja í. Okkar mat var að nauðsynlegt væri að tryggja að ekki yrði kveikt í og að mótmælendur eða lögregla myndu slasast alvarlega. Því ákváðum við að brjóta upp þennan hóp," segir Stefán. Hann segir ágætlega hafa gengið að rýma Austurvöll og þá hafi lögreglumenn einnig farið og reynt að verja Stjórnarráðið en þar voru rúður brotnar og skemmdir unnar. „Það þarf mikinn ásetning og einbeitann brotavilja til þess að kasta hnullungi sem er 3,5 kíló af fullu afli," segir Stefán en það var þyngdin á hnullungnum sem rotaði einn lögreglumann sem missti meðvitund við höggið. Hann segir alla lögreglumennina hafa orðið fyrir grjótkasti. Enginn var hinsvegar handtekinn í gær en Stefán segir að lögreglan eigi töluvert af myndefni frá atburðunum úr öryggismyndavélum. „Þar sjást hverjir það eru sem eru að kasta grjóti og við munum fara vel og vandlega yfir það. Því verður síðan fylgt eftir af fullri hörku."
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira