Grey"s-stjarna í íslensku boði 29. apríl 2009 07:00 Jónsi í Sigur Rós ásamt kærasta sínum Alex Somers og Sigurjóni Sighvatssyni.Mynd/Rich Schmitt Eric Dane, sem leikur Dr. Mark Sloan í læknaþáttunum Grey"s Anatomy, var á meðal 250 gesta í kynningarpartíi fyrir íslenska tónlist sem var haldið í Los Angeles um síðustu helgi. Um kokkteilboð var að ræða sem fór fram á heimili Lanette Phillips, eins virtasta framleiðanda tónlistarmyndbanda í heiminum, sem sótti tónlistarráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík í fyrra. „Þetta gekk alveg rosalega vel. Haukur Heiðar í Diktu og Lay Low spiluðu og fengu bæði mjög góð viðbrögð,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. Verkefnið nefnist Made in Iceland og er ætlað að koma íslenskri tónlist að í bandarískum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Við fengum mjög mikið af góðu fólki, bæði plötuútgefendum og kvikmyndaframleiðendum,“ segir Anna Hildur og telur að góð tengsl hafi myndast í partíinu. Framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson ætlaði upphaflega að halda partíið en eftir að hann seldi húsið sitt með stuttum fyrirvara bauðst Lanette til að hlaupa í skarðið. Sigurjón mætti engu síður í boðið og með honum í för var Eric Dane. Aðrir mektarmenn sem létu sjá sig voru leikstjórinn Eagle Egilsson og tónlistarmennirnir Atli Örvarsson og Veigar Margeirsson sem eru allir búsettir í Los Angeles. Þá var Jónsi úr Sigur Rós í gestgjafahlutverki og vakti að vonum mikla athygli. Baddi, söngvari Jeff Who?, var einnig á meðal gesta. „Þetta var alveg æðislegt. Þetta er eitt af skemmtilegri partíum sem ég hef farið í,“ segir hann. „Maður vissi ekki hvort þetta yrði eitthvað stíft en þetta var mjög afslappað. Þetta var flott partí fyrir íslenska tónlist og ekkert einhver tímaeyðsla. Það var gaman að kynnast fólkinu upp á framtíðina að gera.“ - fb eric dane Eric Dane úr læknaþáttunum Grey´s Anatomy var á meðal gesta. nordicphotos/getty Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Eric Dane, sem leikur Dr. Mark Sloan í læknaþáttunum Grey"s Anatomy, var á meðal 250 gesta í kynningarpartíi fyrir íslenska tónlist sem var haldið í Los Angeles um síðustu helgi. Um kokkteilboð var að ræða sem fór fram á heimili Lanette Phillips, eins virtasta framleiðanda tónlistarmyndbanda í heiminum, sem sótti tónlistarráðstefnuna You Are In Control í Reykjavík í fyrra. „Þetta gekk alveg rosalega vel. Haukur Heiðar í Diktu og Lay Low spiluðu og fengu bæði mjög góð viðbrögð,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. Verkefnið nefnist Made in Iceland og er ætlað að koma íslenskri tónlist að í bandarískum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Við fengum mjög mikið af góðu fólki, bæði plötuútgefendum og kvikmyndaframleiðendum,“ segir Anna Hildur og telur að góð tengsl hafi myndast í partíinu. Framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson ætlaði upphaflega að halda partíið en eftir að hann seldi húsið sitt með stuttum fyrirvara bauðst Lanette til að hlaupa í skarðið. Sigurjón mætti engu síður í boðið og með honum í för var Eric Dane. Aðrir mektarmenn sem létu sjá sig voru leikstjórinn Eagle Egilsson og tónlistarmennirnir Atli Örvarsson og Veigar Margeirsson sem eru allir búsettir í Los Angeles. Þá var Jónsi úr Sigur Rós í gestgjafahlutverki og vakti að vonum mikla athygli. Baddi, söngvari Jeff Who?, var einnig á meðal gesta. „Þetta var alveg æðislegt. Þetta er eitt af skemmtilegri partíum sem ég hef farið í,“ segir hann. „Maður vissi ekki hvort þetta yrði eitthvað stíft en þetta var mjög afslappað. Þetta var flott partí fyrir íslenska tónlist og ekkert einhver tímaeyðsla. Það var gaman að kynnast fólkinu upp á framtíðina að gera.“ - fb eric dane Eric Dane úr læknaþáttunum Grey´s Anatomy var á meðal gesta. nordicphotos/getty
Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira