Fordæmi fyrir að útlendingur sé settur í embætti Valur Grettisson skrifar 3. mars 2009 12:46 Þorsteinn Pálsson, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, setti Carlos Ferrer tímabundið sem sóknarprest út á landi. Þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, setti erlendan ríkisborgara sem embættismann árið 1994. Það var presturinn Carlos A. Ferrer sem gegndi embætti sóknarprests á Fáskrúðsfirði í fjóra mánuði á meðan hann var enn erlendur ríkisborgari. Að hans sögn var það þáverandi biskup sem leitaði til dóms- og kirkjumálaráðuneytis til þess að kanna hvort það væri mögulegt að skipa Carlos sem sóknarprest. Niðurstaðan varð sú að Carlos var settur prestur í fjóra mánuði, það var frá september fram í lok desember 1994. „Það voru einhver áhöld um það þegar ég væri settur og þá yfir höfuð hvort ég væri kjörgengur," rifjar Carlos upp en hann starfar nú sem grunnskólakennari. Hann segir að biskup hafi leitað fyrir hans hönd til ráðuneytisins. „Þetta var allavega túlkun dóms- og kirkjumálaráðherra að tímabundin setning væri í lagi," segir Carlos um málið en hann hlaut ríkisborgararétt árið 1995. Uppi hafa verið miklar deilur um Svein Harald Öygard, nýjan Seðlabankastjóra, en hann er norskur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gagnrýnt setningu Sveins og heldur því fram að hugsanlega sé að um ólöglegan gjörning að ræða út frá stjórnarskrá Íslands. Þar segir að embættismenn sem þjóni hér á landi verði að vera íslenskir ríkisborgarar. Þá hefur Sigurður Líndal, lagaprófessor, einnig sett spurningamerki við tímabundna setningu Sveins. Ekki er ljóst hvort dæmi Carlosar sé fordæmisgefandi eða hvort þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra hafi einnig brotið lög líkt og sjálfstæðismenn saka forsætisráðherra um nú. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, setti erlendan ríkisborgara sem embættismann árið 1994. Það var presturinn Carlos A. Ferrer sem gegndi embætti sóknarprests á Fáskrúðsfirði í fjóra mánuði á meðan hann var enn erlendur ríkisborgari. Að hans sögn var það þáverandi biskup sem leitaði til dóms- og kirkjumálaráðuneytis til þess að kanna hvort það væri mögulegt að skipa Carlos sem sóknarprest. Niðurstaðan varð sú að Carlos var settur prestur í fjóra mánuði, það var frá september fram í lok desember 1994. „Það voru einhver áhöld um það þegar ég væri settur og þá yfir höfuð hvort ég væri kjörgengur," rifjar Carlos upp en hann starfar nú sem grunnskólakennari. Hann segir að biskup hafi leitað fyrir hans hönd til ráðuneytisins. „Þetta var allavega túlkun dóms- og kirkjumálaráðherra að tímabundin setning væri í lagi," segir Carlos um málið en hann hlaut ríkisborgararétt árið 1995. Uppi hafa verið miklar deilur um Svein Harald Öygard, nýjan Seðlabankastjóra, en hann er norskur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gagnrýnt setningu Sveins og heldur því fram að hugsanlega sé að um ólöglegan gjörning að ræða út frá stjórnarskrá Íslands. Þar segir að embættismenn sem þjóni hér á landi verði að vera íslenskir ríkisborgarar. Þá hefur Sigurður Líndal, lagaprófessor, einnig sett spurningamerki við tímabundna setningu Sveins. Ekki er ljóst hvort dæmi Carlosar sé fordæmisgefandi eða hvort þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra hafi einnig brotið lög líkt og sjálfstæðismenn saka forsætisráðherra um nú.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“