Fordæmi fyrir að útlendingur sé settur í embætti Valur Grettisson skrifar 3. mars 2009 12:46 Þorsteinn Pálsson, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, setti Carlos Ferrer tímabundið sem sóknarprest út á landi. Þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, setti erlendan ríkisborgara sem embættismann árið 1994. Það var presturinn Carlos A. Ferrer sem gegndi embætti sóknarprests á Fáskrúðsfirði í fjóra mánuði á meðan hann var enn erlendur ríkisborgari. Að hans sögn var það þáverandi biskup sem leitaði til dóms- og kirkjumálaráðuneytis til þess að kanna hvort það væri mögulegt að skipa Carlos sem sóknarprest. Niðurstaðan varð sú að Carlos var settur prestur í fjóra mánuði, það var frá september fram í lok desember 1994. „Það voru einhver áhöld um það þegar ég væri settur og þá yfir höfuð hvort ég væri kjörgengur," rifjar Carlos upp en hann starfar nú sem grunnskólakennari. Hann segir að biskup hafi leitað fyrir hans hönd til ráðuneytisins. „Þetta var allavega túlkun dóms- og kirkjumálaráðherra að tímabundin setning væri í lagi," segir Carlos um málið en hann hlaut ríkisborgararétt árið 1995. Uppi hafa verið miklar deilur um Svein Harald Öygard, nýjan Seðlabankastjóra, en hann er norskur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gagnrýnt setningu Sveins og heldur því fram að hugsanlega sé að um ólöglegan gjörning að ræða út frá stjórnarskrá Íslands. Þar segir að embættismenn sem þjóni hér á landi verði að vera íslenskir ríkisborgarar. Þá hefur Sigurður Líndal, lagaprófessor, einnig sett spurningamerki við tímabundna setningu Sveins. Ekki er ljóst hvort dæmi Carlosar sé fordæmisgefandi eða hvort þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra hafi einnig brotið lög líkt og sjálfstæðismenn saka forsætisráðherra um nú. Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, setti erlendan ríkisborgara sem embættismann árið 1994. Það var presturinn Carlos A. Ferrer sem gegndi embætti sóknarprests á Fáskrúðsfirði í fjóra mánuði á meðan hann var enn erlendur ríkisborgari. Að hans sögn var það þáverandi biskup sem leitaði til dóms- og kirkjumálaráðuneytis til þess að kanna hvort það væri mögulegt að skipa Carlos sem sóknarprest. Niðurstaðan varð sú að Carlos var settur prestur í fjóra mánuði, það var frá september fram í lok desember 1994. „Það voru einhver áhöld um það þegar ég væri settur og þá yfir höfuð hvort ég væri kjörgengur," rifjar Carlos upp en hann starfar nú sem grunnskólakennari. Hann segir að biskup hafi leitað fyrir hans hönd til ráðuneytisins. „Þetta var allavega túlkun dóms- og kirkjumálaráðherra að tímabundin setning væri í lagi," segir Carlos um málið en hann hlaut ríkisborgararétt árið 1995. Uppi hafa verið miklar deilur um Svein Harald Öygard, nýjan Seðlabankastjóra, en hann er norskur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gagnrýnt setningu Sveins og heldur því fram að hugsanlega sé að um ólöglegan gjörning að ræða út frá stjórnarskrá Íslands. Þar segir að embættismenn sem þjóni hér á landi verði að vera íslenskir ríkisborgarar. Þá hefur Sigurður Líndal, lagaprófessor, einnig sett spurningamerki við tímabundna setningu Sveins. Ekki er ljóst hvort dæmi Carlosar sé fordæmisgefandi eða hvort þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra hafi einnig brotið lög líkt og sjálfstæðismenn saka forsætisráðherra um nú.
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira