OR og lífeyrissjóðir ræða um Hellisheiði 15. október 2009 06:00 Eftir er að ljúka fjármögnun lokaáfanga Hellisheiðarvirkjunar sem nú er rædd milli OR og lífeyrissjóða. fréttablaðið/vilhelm Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur og forsvarsmenn stórra lífeyrissjóða hafa rætt aðkomu sjóðanna að fjármögnun við stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Orkuveitan þarf að fjármagna fimm milljarða veituframkvæmdir á Vesturlandi. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segir að fyrirtækið sé með skuldabréfaútboð í gangi á innlendum markaði sem meðal annarra sé verið að kynna lífeyrissjóðunum. Útboðið er tíu milljarðar króna og er ætlað til fjármögnunar á hluta af stækkun Hellisheiðarvirkjunar auk annarra aðkallandi verkefna. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá bíða forsvarsmenn Orkuveitunnar svars frá Evrópska fjárfestingarbankanum um þrjátíu milljarða króna lán til uppbyggingar á Hellisheiði. Hjörleifur segir að skuldabréfaútgáfan tengist evrópska láninu ekkert og ekki sé um varaáætlun að ræða, bregðist sú lántaka. Fjármögnun innanlands með útgáfu skuldabréfa yrði haldið áfram þó að evrópska lánið skilaði sér. „Við stöndum í miklum framkvæmdum annars staðar en á Hellisheiði. Við erum með fimm milljarða veituframkvæmdir á Vesturlandi sem eftir er að fjármagna. Við gerðum ráð fyrir að fjármagna þær með erlendri lántöku sem ekki tókst og því var ákveðið að fjármagna það hér innanlands,“ segir Hjörleifur. Hann segir að fyrirtækið hafi að undanförnu þurft að fjármagna sig með skammtímalánum. Skuldabréfaútboðið sé því einnig hugsað til endurfjármögnunar þeirra lána til lengri tíma. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að viðræðurnar hafi átt sér stað að undanförnu og að þeim hafi komið nokkrir stórir lífeyrissjóðir. Hann nafngreinir þá ekki en áréttar að viðræðurnar séu ekki samanburðarhæfar við hugsanlega þátttöku sjóðanna í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar. „Sú framkvæmd tengist stöðugleikasáttmálanum beint en viðræður lífeyrissjóða og Orkuveitunnar eru hefðbundnar samræður um fjárfestingartækifæri,“ segir Arnar. svavar@frettabladid.is arnar sigurmundsson Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur og forsvarsmenn stórra lífeyrissjóða hafa rætt aðkomu sjóðanna að fjármögnun við stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Orkuveitan þarf að fjármagna fimm milljarða veituframkvæmdir á Vesturlandi. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segir að fyrirtækið sé með skuldabréfaútboð í gangi á innlendum markaði sem meðal annarra sé verið að kynna lífeyrissjóðunum. Útboðið er tíu milljarðar króna og er ætlað til fjármögnunar á hluta af stækkun Hellisheiðarvirkjunar auk annarra aðkallandi verkefna. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá bíða forsvarsmenn Orkuveitunnar svars frá Evrópska fjárfestingarbankanum um þrjátíu milljarða króna lán til uppbyggingar á Hellisheiði. Hjörleifur segir að skuldabréfaútgáfan tengist evrópska láninu ekkert og ekki sé um varaáætlun að ræða, bregðist sú lántaka. Fjármögnun innanlands með útgáfu skuldabréfa yrði haldið áfram þó að evrópska lánið skilaði sér. „Við stöndum í miklum framkvæmdum annars staðar en á Hellisheiði. Við erum með fimm milljarða veituframkvæmdir á Vesturlandi sem eftir er að fjármagna. Við gerðum ráð fyrir að fjármagna þær með erlendri lántöku sem ekki tókst og því var ákveðið að fjármagna það hér innanlands,“ segir Hjörleifur. Hann segir að fyrirtækið hafi að undanförnu þurft að fjármagna sig með skammtímalánum. Skuldabréfaútboðið sé því einnig hugsað til endurfjármögnunar þeirra lána til lengri tíma. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að viðræðurnar hafi átt sér stað að undanförnu og að þeim hafi komið nokkrir stórir lífeyrissjóðir. Hann nafngreinir þá ekki en áréttar að viðræðurnar séu ekki samanburðarhæfar við hugsanlega þátttöku sjóðanna í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar. „Sú framkvæmd tengist stöðugleikasáttmálanum beint en viðræður lífeyrissjóða og Orkuveitunnar eru hefðbundnar samræður um fjárfestingartækifæri,“ segir Arnar. svavar@frettabladid.is arnar sigurmundsson
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent