Lögreglan á Suðurnesjum hefur girt af hús í Keflavík vegna aðgerðar sem þar fer fram. Varðstjóri hjá lögreglunni sem Vísir náði tali af sagðist ekki geta gefið upplýsingar um málið að öðru leyti en því að um væri að ræða vettvangsstörf af hálfu rannsóknarlögreglunnar.
Á vef Víkurfrétta segir að mikil umferð lögreglubíla um svæðið hafi vakið athygli nágranna. Einn þeirra sagði að lögreglan hafi verið þarna síðast fyrir tveimur eða þremur sólarhringum en nú væri viðbúnaður lögreglu allt annar og miklu meiri.
Rannsóknarlögreglan fór inn í hús á Suðurnesjum
Jón Hákon Halldórsson skrifar
