„Eins gott að rottan finnist annars á maður væntanlega von á loftárás“ 16. desember 2009 19:46 Jón Hilmar Hallgrímsson. „Við vorum að horfa á Law abiding citizen þegar ég fékk símtal frá lögreglunni um að koma út," segir Jón Hilmar Hallgrímsson, en sérsveit lögreglunnar handtók hann og vinkonu hans í dag vegna gruns um að hann væri vopnaður. Tilkynning barst til lögreglunnar í dag að maður vopnaður haglabyssu væri í garði Jóns. Í ljós kom að meindýraeyðir var á ferð sem ætlaði að góma rottu. Jón Hilmar fór út og mættu honum þá sex vopnaðir sérsveitarmenn sem skipuðu honum að leggjast í jörðina. Hann neitaði þar sem jörðin var skítug. Í kjölfarið kom til átaka sem varð til þess að Jón Hilmar meiddist lítillega að eigin sögn. „Ég er tognaður víðsvegar á líkamanum og rifflaður á enninu og svona," sagði Jón sem er verulega ósáttur við fangabrögð sérsveitarinnar. Hann var handtekinn í kjölfarið og vinkona hans einnig. Þau voru færð á lögreglustöð á meðan húsleit var framkvæmd á heimilinu. Þeim er báðum verulega brugðið að sögn Jóns. Skothvellir reyndust koma frá hasarmynd. Þeim var svo sleppt þegar ekkert saknæmt fannst á heimili Jóns Hilmars og í ljós kom að byssumaðurinn var meindýraeyðir vopnaður svörtu vasaljósi. Jón segir að þetta sé í annað skiptið sem lögreglan hefur afskipti af heimilinu í vikunni og telur um áreitni sé að ræða. „Þetta gengur ekki svona," segir Jón Hilmar en lögreglan segist hafa heyrt skothvelli þegar þeir komu á vettvang. Hvellirnir reyndust vera í hasarmyndinni sem Jón var að horfa á. Sjálfur segir Jón að það sé ómögulegt að þeir hafi talið skothvellina vera raunverulega þar sem hátalarar sem voru tengdir við tölvu voru ekki hátt stilltir. Spurður hvort viðbrögð lögreglunnar hafi ekki verið eðlileg í ljósi þess að hann hafi komist áður í kast við lögin segir Jón að hann hafi síðast verið dæmdur fyrir afbrot fyrir tíu árum síðan. „Maður myndi halda að slíkt væri fyrnt," segir hann og bætir við að það sé varla tilefni til þess að mæta með sérsveitina á vettvang. Jón átti áður sólbaðstofu en er búinn að selja hana. Hann segist nú vera athafnamaður og stefnir á að opna innheimtufyrirtækið, innheimta og ráðgjöf. Aðspurður hvort rottan hafi fundist svarar Jón: „Það er eins gott að rottan finnist annars á maður væntanlega von á loftárás." Jón íhugar nú stöðu sína og telur líklegt að hann fari í mál við lögregluna vegna málsins. Ákvörðun þess eðlis hefur þó ekki verið tekin. Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Viðbúnaður á Bústaðavegi: Par handtekið Lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga í heimahúsi við Byggðarenda í Bústaðahverfi. Tilkynnt var um vopnaðan mann og fór sérsveit lögreglunnar á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir hvort fólkið, sem er par hafi í raun verið vopnað. Maðurinn veitti nokkra mótspyrnu við handtökuna að sögn lögreglu. Parið, sem býr í húsinu hefur komið við sögu lögreglu áður. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumenn sem voru að vakta húsið eftir að tilkynningin um vopnaðan mann barst hafi talið sig heyra skothvell og því hafi verið ákveðið að handtaka manninn. 16. desember 2009 12:01 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Við vorum að horfa á Law abiding citizen þegar ég fékk símtal frá lögreglunni um að koma út," segir Jón Hilmar Hallgrímsson, en sérsveit lögreglunnar handtók hann og vinkonu hans í dag vegna gruns um að hann væri vopnaður. Tilkynning barst til lögreglunnar í dag að maður vopnaður haglabyssu væri í garði Jóns. Í ljós kom að meindýraeyðir var á ferð sem ætlaði að góma rottu. Jón Hilmar fór út og mættu honum þá sex vopnaðir sérsveitarmenn sem skipuðu honum að leggjast í jörðina. Hann neitaði þar sem jörðin var skítug. Í kjölfarið kom til átaka sem varð til þess að Jón Hilmar meiddist lítillega að eigin sögn. „Ég er tognaður víðsvegar á líkamanum og rifflaður á enninu og svona," sagði Jón sem er verulega ósáttur við fangabrögð sérsveitarinnar. Hann var handtekinn í kjölfarið og vinkona hans einnig. Þau voru færð á lögreglustöð á meðan húsleit var framkvæmd á heimilinu. Þeim er báðum verulega brugðið að sögn Jóns. Skothvellir reyndust koma frá hasarmynd. Þeim var svo sleppt þegar ekkert saknæmt fannst á heimili Jóns Hilmars og í ljós kom að byssumaðurinn var meindýraeyðir vopnaður svörtu vasaljósi. Jón segir að þetta sé í annað skiptið sem lögreglan hefur afskipti af heimilinu í vikunni og telur um áreitni sé að ræða. „Þetta gengur ekki svona," segir Jón Hilmar en lögreglan segist hafa heyrt skothvelli þegar þeir komu á vettvang. Hvellirnir reyndust vera í hasarmyndinni sem Jón var að horfa á. Sjálfur segir Jón að það sé ómögulegt að þeir hafi talið skothvellina vera raunverulega þar sem hátalarar sem voru tengdir við tölvu voru ekki hátt stilltir. Spurður hvort viðbrögð lögreglunnar hafi ekki verið eðlileg í ljósi þess að hann hafi komist áður í kast við lögin segir Jón að hann hafi síðast verið dæmdur fyrir afbrot fyrir tíu árum síðan. „Maður myndi halda að slíkt væri fyrnt," segir hann og bætir við að það sé varla tilefni til þess að mæta með sérsveitina á vettvang. Jón átti áður sólbaðstofu en er búinn að selja hana. Hann segist nú vera athafnamaður og stefnir á að opna innheimtufyrirtækið, innheimta og ráðgjöf. Aðspurður hvort rottan hafi fundist svarar Jón: „Það er eins gott að rottan finnist annars á maður væntanlega von á loftárás." Jón íhugar nú stöðu sína og telur líklegt að hann fari í mál við lögregluna vegna málsins. Ákvörðun þess eðlis hefur þó ekki verið tekin.
Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Viðbúnaður á Bústaðavegi: Par handtekið Lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga í heimahúsi við Byggðarenda í Bústaðahverfi. Tilkynnt var um vopnaðan mann og fór sérsveit lögreglunnar á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir hvort fólkið, sem er par hafi í raun verið vopnað. Maðurinn veitti nokkra mótspyrnu við handtökuna að sögn lögreglu. Parið, sem býr í húsinu hefur komið við sögu lögreglu áður. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumenn sem voru að vakta húsið eftir að tilkynningin um vopnaðan mann barst hafi talið sig heyra skothvell og því hafi verið ákveðið að handtaka manninn. 16. desember 2009 12:01 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Viðbúnaður á Bústaðavegi: Par handtekið Lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga í heimahúsi við Byggðarenda í Bústaðahverfi. Tilkynnt var um vopnaðan mann og fór sérsveit lögreglunnar á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir hvort fólkið, sem er par hafi í raun verið vopnað. Maðurinn veitti nokkra mótspyrnu við handtökuna að sögn lögreglu. Parið, sem býr í húsinu hefur komið við sögu lögreglu áður. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumenn sem voru að vakta húsið eftir að tilkynningin um vopnaðan mann barst hafi talið sig heyra skothvell og því hafi verið ákveðið að handtaka manninn. 16. desember 2009 12:01